Innlent

Sveitabæir á Héraði einangraðir

Sjö sveitabæir í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði, þeirra á meðal kirkjustaðurinn Hjaltastaður, verða einangraðir um helgina vegna viðgerðar á fjörutíu metra langri brú yfir Selfljót.

Brúnni var lokað á hádegi þegar sjö manna brúarvinnuflokkur undir stjórn Sveins Þórðarsonar hófst handa við að skipta um stálbita og brúargólf. Íbúum sveitabæjanna var tilkynnt um þessa lokun bréflega fyrir nokkrum dögum og þar miðað við að brúin yrði opnuð aftur síðdegis á morgun.

Brúarvinnumennirnir segjast hins vegar ætla að vinna rösklega til að einangrunin verði sem styst fyrir fólkið og munu hugsanlega klára verkið í kvöld, að sögn Sveins flokksstjóra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×