Gegn atvinnuleysi í Reykjavík Oddný Sturludóttir skrifar 24. október 2009 06:00 Einn alvarlegasti fylgifiskur efnahagshrunsins sem varð á Íslandi síðasta haust er atvinnuleysið. Nú eru 14.780 þúsund einstaklingar atvinnulausir á landinu öllu, í Reykjavík voru í september 6.177 manns atvinnulausir, þar af höfðu 3.507 verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur. Spá borgarhagfræðings um atvinnuleysi á árinu 2010 gerir ráð fyrir 11,5% atvinnuleysi. Atvinnuleysi er böl þeirra sem fyrir því verða og samfélagsins alls. Að ráða bug á því er erfitt viðfangsefni sem krefst samstillts átaks margra. Hlutverk stjórnvalda er vitanlega fyrst og fremst að skapa efnahagslegt jafnvægi svo atvinnulífið nái sér á strik á nýjan leik en ekki má gleyma að sinna þeim þúsundum sem eru án atvinnu í dag. Sérstakur atvinnumálahópur hefur starfað á vettvangi borgarstjórnar og fylgst með þróun atvinnuleysis og undirrituð tók við stjórn hans í júní síðastliðnum. Stærsta verkefni hans er að miðla upplýsingum til borgarstjórnar um þróun atvinnuleysis og vinna leiðbeinandi viðmið við gerð fjárhagsáætlunar sem snúa að því að lágmarka áhrif atvinnuleysis á ólíka hópa samfélagsins.Hversu mörg störf skapar hver króna?Það er sérstaklega mikilvægt að borgarfulltrúar staldri við hverja einustu krónu sem fer til framkvæmda og verkefna á vegum borgarinnar og spyrji sig: Hversu mörg störf skapar hún? Í þessum anda eru ofangreind viðmið. Mikið verk hefur verið unnið af hálfu hins opinbera til að sporna gegn neikvæðum afleiðingum atvinnuleysis, bæði af hálfu ríkis og sveitarfélaga. En ekki síst hafa ótal verkefni sprottið upp síðastliðið ár á vettvangi stéttarfélaga, grasrótarsamtaka, háskólanna, símenntunar- og fræðsluaðila í formi námskeiða, virkniverkefna og ráðgjafar. Samvinna, samstarf og samhæfingMín skoðun er hins vegar sú að verk sé að vinna þegar kemur að samvinnu. Atvinnuleysið er af slíkri stærðargráðu á Íslandi að það er algjört forgangsmál að þétta raðirnar, stilla strengi og samhæfa aðgerðir. Nú er fjármagn af skornum skammti. Þar af leiðandi ríður á að leita allra hugsanlegra leiða til að nýta sem best þá fjármuni, þekkingu, aðstöðu, og mannafla sem þegar er til staðar. Gæfuríkt spor væri að ríki og borg geri með sér nokkurs konar sáttmála um að nýta allar sínar bjargir, hvort sem um þekkingu, mannafla eða aðstöðu er að ræða. TangarsóknVið höfum vítin til að varast þau. Nærtækasta dæmið er Finnland, en reynsla þeirra sýnir að sú kynslóð sem verst fór út úr efnahagslægðinni í Finnlandi á árunum "91-"93 var unga kynslóðin sem festist í djúpum sporum atvinnuleysis í upphafi starfsferils síns. Afleiðingarnar voru skelfilegar fyrir stóran hóp fólks. Það er víðtæk skoðun fræðimanna sem rannsakað hafa samfélög sem glímt hafa við mikið atvinnuleysi að afleiðingar þess verða alvarlegri því yngra sem fólk er.Glíman við atvinnuleysið er þess eðlis að blása þarf til tangarsóknar. Hverri krónu sem varið er til ráðgjafar, starfsþjálfunarúrræða og virkniverkefna er vel varið. Það er sameiginlegt verkefni samfélagsins alls að aðstoða atvinnuleitendur á Íslandi enda eru félagslegar afleiðingar atvinnuleysis margþættar. Veraldleg áhrif eru augljós og birtast í víðtækum efnahagslegum erfiðleikum. Andleg áhrif atvinnuleysis eru lágt sjálfsmat, kvíði og depurð. Einstaklingur sem ekki hefur atvinnu og nýtir sér ekki menntunarúrræði, ráðgjöf eða námskeið bíður þess oft ekki bætur. Það er fórnarkostnaður sem má fyrir alla muni aldrei komast á gjalddaga.Höfundur er borgarfulltrúi og formaður atvinnumálahóps borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Einn alvarlegasti fylgifiskur efnahagshrunsins sem varð á Íslandi síðasta haust er atvinnuleysið. Nú eru 14.780 þúsund einstaklingar atvinnulausir á landinu öllu, í Reykjavík voru í september 6.177 manns atvinnulausir, þar af höfðu 3.507 verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur. Spá borgarhagfræðings um atvinnuleysi á árinu 2010 gerir ráð fyrir 11,5% atvinnuleysi. Atvinnuleysi er böl þeirra sem fyrir því verða og samfélagsins alls. Að ráða bug á því er erfitt viðfangsefni sem krefst samstillts átaks margra. Hlutverk stjórnvalda er vitanlega fyrst og fremst að skapa efnahagslegt jafnvægi svo atvinnulífið nái sér á strik á nýjan leik en ekki má gleyma að sinna þeim þúsundum sem eru án atvinnu í dag. Sérstakur atvinnumálahópur hefur starfað á vettvangi borgarstjórnar og fylgst með þróun atvinnuleysis og undirrituð tók við stjórn hans í júní síðastliðnum. Stærsta verkefni hans er að miðla upplýsingum til borgarstjórnar um þróun atvinnuleysis og vinna leiðbeinandi viðmið við gerð fjárhagsáætlunar sem snúa að því að lágmarka áhrif atvinnuleysis á ólíka hópa samfélagsins.Hversu mörg störf skapar hver króna?Það er sérstaklega mikilvægt að borgarfulltrúar staldri við hverja einustu krónu sem fer til framkvæmda og verkefna á vegum borgarinnar og spyrji sig: Hversu mörg störf skapar hún? Í þessum anda eru ofangreind viðmið. Mikið verk hefur verið unnið af hálfu hins opinbera til að sporna gegn neikvæðum afleiðingum atvinnuleysis, bæði af hálfu ríkis og sveitarfélaga. En ekki síst hafa ótal verkefni sprottið upp síðastliðið ár á vettvangi stéttarfélaga, grasrótarsamtaka, háskólanna, símenntunar- og fræðsluaðila í formi námskeiða, virkniverkefna og ráðgjafar. Samvinna, samstarf og samhæfingMín skoðun er hins vegar sú að verk sé að vinna þegar kemur að samvinnu. Atvinnuleysið er af slíkri stærðargráðu á Íslandi að það er algjört forgangsmál að þétta raðirnar, stilla strengi og samhæfa aðgerðir. Nú er fjármagn af skornum skammti. Þar af leiðandi ríður á að leita allra hugsanlegra leiða til að nýta sem best þá fjármuni, þekkingu, aðstöðu, og mannafla sem þegar er til staðar. Gæfuríkt spor væri að ríki og borg geri með sér nokkurs konar sáttmála um að nýta allar sínar bjargir, hvort sem um þekkingu, mannafla eða aðstöðu er að ræða. TangarsóknVið höfum vítin til að varast þau. Nærtækasta dæmið er Finnland, en reynsla þeirra sýnir að sú kynslóð sem verst fór út úr efnahagslægðinni í Finnlandi á árunum "91-"93 var unga kynslóðin sem festist í djúpum sporum atvinnuleysis í upphafi starfsferils síns. Afleiðingarnar voru skelfilegar fyrir stóran hóp fólks. Það er víðtæk skoðun fræðimanna sem rannsakað hafa samfélög sem glímt hafa við mikið atvinnuleysi að afleiðingar þess verða alvarlegri því yngra sem fólk er.Glíman við atvinnuleysið er þess eðlis að blása þarf til tangarsóknar. Hverri krónu sem varið er til ráðgjafar, starfsþjálfunarúrræða og virkniverkefna er vel varið. Það er sameiginlegt verkefni samfélagsins alls að aðstoða atvinnuleitendur á Íslandi enda eru félagslegar afleiðingar atvinnuleysis margþættar. Veraldleg áhrif eru augljós og birtast í víðtækum efnahagslegum erfiðleikum. Andleg áhrif atvinnuleysis eru lágt sjálfsmat, kvíði og depurð. Einstaklingur sem ekki hefur atvinnu og nýtir sér ekki menntunarúrræði, ráðgjöf eða námskeið bíður þess oft ekki bætur. Það er fórnarkostnaður sem má fyrir alla muni aldrei komast á gjalddaga.Höfundur er borgarfulltrúi og formaður atvinnumálahóps borgarinnar.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar