Handbolti

Guðjón Valur: Spiluðum eins og aumingjar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Nordic Photos/Getty Images

Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson var að vonum ekki kátur eftir 14 marka tap liðs hans, Rhein-Neckar Löwen, gegn Kiel í Meistaradeildinni í dag.

„Við vorum alveg rosalega lélegir í dag. Það verður bara að viðurkennast. Við vorum með frábæran markvörð en erum samt tólf mörkum undir í hálfleik. Það segir meira en mörg orð um hversu slakur sóknarleikurinn var hjá okkur," sagði Guðjón svekktur og firraði sjálfan sig ekki ábyrgð.

„Skytturnar voru alveg út á túni og ég sjálfur ekki að spila eins vel og síðustu vikur. Kiel er besta lið í heimi ásamt Ciudad Real en við eigum samt ekki að vera tólf mörkum undir í hálfleik. Við vorum að spila eins og aumingjar og það þýðir ekkert að fela það," sagði Guðjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×