Ríkisstjórn vonbrigðanna Jóhann Már Helgason skrifar 2. júlí 2009 03:00 Hinn 11. júní samþykkti meirihluti stjórnar LÍN nýja lánasjóðssamninga til handa námsmönnum. Þessir samningar eru eins slakir og þeir geta orðið. Námsmannahreyfingarnar sem eiga sæti í stjórn sjóðsins létu óánægju sína í ljós og neituðu að skrifa undir fyrrnefnda samninga, en þeir voru að endingu samþykktir í krafti meirihluta menntamálaráðherra. Frá upphafi „samningaviðræðnanna" var krafa stúdenta skýr: að mánaðarleg grunnframfærsla námslána myndi hækka til jafns við atvinnuleysisbætur. Var í fyrsta lagi gengið út frá þeirri forsendu að í dag telur hið opinbera atvinnuleysisbætur, um 150.000 þúsund krónur mánaðarlega, vera lágmarksupphæð fyrir einstakling til að framfleyta sér. Það er óeðlilegt að telja námsmenn geta framfleytt sér á þriðjungi lægri upphæð. Í annan stað var horft til þess að gera nám að fýsilegri kosti í kreppunni, í stað þess að hafa almenning aðgerðalausan á kostnað atvinnuleysistryggingasjóðs. Þessi sjónarmið stúdenta hunsaði menntamálaráðherra. Hinir nýundirrituðu lánasjóðssamningar gera ráð fyrir því að stúdentar fái áfram einungis 100.600 kr. mánaðarlega til að framfleyta sér. Hér er því um verulega kjaraskerðingu að ræða fyrir námsmenn þar sem verðbólga og vísitala neysluverðs hafa rokið upp á milli ára. Undirritaður skorar hér á meirihluta stjórnar Lánasjóðsins sem og menntamálaráðherra að sýna fram á hvernig námsmenn eiga mögulega að geta lifað á 100.600 kr. á mánuði. Meirihluti stjórnar LÍN og menntamálaráðherra hafa ítrekað varið nýlega lánasjóðssamninga og sagt stúdenta geta verið fegna að lánin voru ekki skert frekar. Það verður að teljast barnsleg hagfræði af hendi menntamálaráðherra að telja samningana ekki fela í sér ríkulega skerðingu miðað við verðbólgu, á sama tíma og ríkisstjórnin boðar skjaldborg um íslenska velferðarkerfið. Nýkjörin ríkisstjórn landsins setti sér þau háleitu markmið að styðja við menntun og nýsköpun í landinu. Þessum markmiðum virðist hún nú hafa gleymt. Með þessu áframhaldi mun landflótti stúdenta verða að veruleika, fólk festir rætur erlendis og snýr ekki aftur í bráð. Menntunarstig þjóðarinnar mun lækka og erfiðara verður fyrir íslenska lýðveldið að vinna sig úr yfirstandandi vanda. Menntun er grundvallarforsenda hagvaxtar - vegurinn úr erfiðleikunum - sem núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að gera að forréttindum hinna ríku og efnameiri. Það er svo sannarlega ekki tekið út með sældinni að vera námsmaður í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Hinn 11. júní samþykkti meirihluti stjórnar LÍN nýja lánasjóðssamninga til handa námsmönnum. Þessir samningar eru eins slakir og þeir geta orðið. Námsmannahreyfingarnar sem eiga sæti í stjórn sjóðsins létu óánægju sína í ljós og neituðu að skrifa undir fyrrnefnda samninga, en þeir voru að endingu samþykktir í krafti meirihluta menntamálaráðherra. Frá upphafi „samningaviðræðnanna" var krafa stúdenta skýr: að mánaðarleg grunnframfærsla námslána myndi hækka til jafns við atvinnuleysisbætur. Var í fyrsta lagi gengið út frá þeirri forsendu að í dag telur hið opinbera atvinnuleysisbætur, um 150.000 þúsund krónur mánaðarlega, vera lágmarksupphæð fyrir einstakling til að framfleyta sér. Það er óeðlilegt að telja námsmenn geta framfleytt sér á þriðjungi lægri upphæð. Í annan stað var horft til þess að gera nám að fýsilegri kosti í kreppunni, í stað þess að hafa almenning aðgerðalausan á kostnað atvinnuleysistryggingasjóðs. Þessi sjónarmið stúdenta hunsaði menntamálaráðherra. Hinir nýundirrituðu lánasjóðssamningar gera ráð fyrir því að stúdentar fái áfram einungis 100.600 kr. mánaðarlega til að framfleyta sér. Hér er því um verulega kjaraskerðingu að ræða fyrir námsmenn þar sem verðbólga og vísitala neysluverðs hafa rokið upp á milli ára. Undirritaður skorar hér á meirihluta stjórnar Lánasjóðsins sem og menntamálaráðherra að sýna fram á hvernig námsmenn eiga mögulega að geta lifað á 100.600 kr. á mánuði. Meirihluti stjórnar LÍN og menntamálaráðherra hafa ítrekað varið nýlega lánasjóðssamninga og sagt stúdenta geta verið fegna að lánin voru ekki skert frekar. Það verður að teljast barnsleg hagfræði af hendi menntamálaráðherra að telja samningana ekki fela í sér ríkulega skerðingu miðað við verðbólgu, á sama tíma og ríkisstjórnin boðar skjaldborg um íslenska velferðarkerfið. Nýkjörin ríkisstjórn landsins setti sér þau háleitu markmið að styðja við menntun og nýsköpun í landinu. Þessum markmiðum virðist hún nú hafa gleymt. Með þessu áframhaldi mun landflótti stúdenta verða að veruleika, fólk festir rætur erlendis og snýr ekki aftur í bráð. Menntunarstig þjóðarinnar mun lækka og erfiðara verður fyrir íslenska lýðveldið að vinna sig úr yfirstandandi vanda. Menntun er grundvallarforsenda hagvaxtar - vegurinn úr erfiðleikunum - sem núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að gera að forréttindum hinna ríku og efnameiri. Það er svo sannarlega ekki tekið út með sældinni að vera námsmaður í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun