Erlent

Stukku saman ofan af hárri brú

Óli Tynes skrifar
Þar sem hún er hæst er Erskine brúin meira en þrjátíu metra yfir sjáfarmáli.
Þar sem hún er hæst er Erskine brúin meira en þrjátíu metra yfir sjáfarmáli. Mynd/Wikipedia/Bruce89

Erskine brúin sem er rétt utan við Glasgow er yfir þrjátíu metra yfir sjávarmáli. Sjónarvottar segja að unglingsstúlkurnar tvær hafi klifrað upp á handrið brúarinnar, haldist í hendur og stokkið framaf ofan í ána Clyde.

Björgunarsveitir voru fljótar á vettvang en talsverður tími leið þartil lík stúlknanna fundust. Þyrla frá strandgæslunni hífði aðra þeirra um borð en björgunarbátur fann hina.

Þær voru fluttar á sjúkrahús þar sem þær voru úrskurðaðar látnar. Lögreglan veit ekki enn nein deili á stúlkunum eða hvað olli því að þær ákváðu að binda saman enda á líf sitt með þessum hætti.

Það mun ekki vera óalgengt að fólk sem hyggst svipta sig lífi geri það með því að stökkva fram af Erskine brúnni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×