Breytingin í borginni Óskar Bergsson skrifar 12. ágúst 2009 05:00 Það er ánægjulegt að lesa út úr þjóðarpúlsi Gallup þær viðhorfsbreytingar sem hafa orðið gagnvart starfinu í borgarstjórn Reykjavíkur á milli ára. Fyrir ári voru 69% aðspurðra óánægð með meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks en nú í meirihlutatíð framsóknarmanna og sjálfstæðismanna hefur óánægjan farið niður í 28%. Aðeins 14% voru ánægð með meirihlutann 2008 en nú í ágúst eru 33% ánægð með störf meirihlutans. Fyrir ári höfðu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur aðeins 31% fylgi en eru nú með 45% fylgi. Hópur þeirra sem ekki taka afstöðu breytist milli ára úr 18% í 40%. Niðurstöðurnar sýna svo ekki verður um villst að algjör umskipti hafa orðið í viðhorfi almennings gagnvart borgarstjórn Reykjavíkur. Meginskýringin á þessum viðhorfsbreytingum er að Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hefur tekist að mynda starfhæfan og traustan meirihluta þar sem sleginn hefur verið nýr tónn í samráði og samstarfi við minnihlutann. Lykillinn að árangrinum er þverpólitískt samstarf og samstaða sem náðist um aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna breytinga í efnahags- og atvinnulífi. Í þeirri áætlun er meginstefið að standa vörð um grunnþjónustuna, verja störf starfsmanna borgarinnar, hækka ekki gjaldskrár og fara í framkvæmdir til þess að halda hér uppi atvinnu á samdráttartímum. Allt þetta hefur gengið eftir auk þess sem tekjur og útgjöld eru enn þá samkvæmt fjárhagsáætlun. Annað sem fram kemur í könnuninni er að Framsóknarflokkurinn hefur nærri tvöfaldað fylgi sitt í borginni milli ára samkvæmt sömu könnun og mælist í fyrsta skipti á kjörtímabilinu með mann inni. Þetta eru skýr skilaboð um að ákvörðunin um að fella meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista var rétt og breyting á vinnubrögðum og starfsháttum í borgarstjórn Reykjavíkur var orðin löngu tímabær. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að lesa út úr þjóðarpúlsi Gallup þær viðhorfsbreytingar sem hafa orðið gagnvart starfinu í borgarstjórn Reykjavíkur á milli ára. Fyrir ári voru 69% aðspurðra óánægð með meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks en nú í meirihlutatíð framsóknarmanna og sjálfstæðismanna hefur óánægjan farið niður í 28%. Aðeins 14% voru ánægð með meirihlutann 2008 en nú í ágúst eru 33% ánægð með störf meirihlutans. Fyrir ári höfðu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur aðeins 31% fylgi en eru nú með 45% fylgi. Hópur þeirra sem ekki taka afstöðu breytist milli ára úr 18% í 40%. Niðurstöðurnar sýna svo ekki verður um villst að algjör umskipti hafa orðið í viðhorfi almennings gagnvart borgarstjórn Reykjavíkur. Meginskýringin á þessum viðhorfsbreytingum er að Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hefur tekist að mynda starfhæfan og traustan meirihluta þar sem sleginn hefur verið nýr tónn í samráði og samstarfi við minnihlutann. Lykillinn að árangrinum er þverpólitískt samstarf og samstaða sem náðist um aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna breytinga í efnahags- og atvinnulífi. Í þeirri áætlun er meginstefið að standa vörð um grunnþjónustuna, verja störf starfsmanna borgarinnar, hækka ekki gjaldskrár og fara í framkvæmdir til þess að halda hér uppi atvinnu á samdráttartímum. Allt þetta hefur gengið eftir auk þess sem tekjur og útgjöld eru enn þá samkvæmt fjárhagsáætlun. Annað sem fram kemur í könnuninni er að Framsóknarflokkurinn hefur nærri tvöfaldað fylgi sitt í borginni milli ára samkvæmt sömu könnun og mælist í fyrsta skipti á kjörtímabilinu með mann inni. Þetta eru skýr skilaboð um að ákvörðunin um að fella meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista var rétt og breyting á vinnubrögðum og starfsháttum í borgarstjórn Reykjavíkur var orðin löngu tímabær. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun