Viðskipti innlent

ZEUS selur hugbúnaðarkerfið ODIN til Portúgal

ZEUS web works ehf, framleiðandi vefhugbúnaðarkerfisins ODIN, hefur selt kerfið til portúgölsku ferðaskrifstofunnar Eco Viagens. ODIN er sérhannað bókunar- og vefkerfi fyrir ferðaskrifstofur.

Í tilkynningu segir að salan komi til með að opna ZEUS leið inn á markaðinn í suður Evrópu, sem er gríðarstór. "Við höfum þegar fengið góð viðbrögð við okkar hugbúnaðarlausn þarna úti og sjáum mörg tækifæri til sóknar," segir í tilkynningunni.

Eco Viagens var stofnuð 1996 og einbeitir sér að ferðum til Albufiera Í Portúgal.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×