Leiðin til framtíðar 16. júlí 2009 06:00 Í umræðunni hafa komið fram málsmetandi einstaklingar sem halda því fram að þjóðinni beri að taka á sig drápsklyfjar skulda. Að aðrar þjóðir sem hafi lent í sambærilegum erfiðleikum og Íslendingar nú hafi tekist á við þá af þjóðarstolti og mætt heiminum sem heiðarlegir borgunarmenn. Þessar þjóðir séu fyrirmyndir. Þær beri höfuðið hátt. Þetta sé leiðin áfram. Ég er sammála þeim sem halda því fram að við eigum að bera höfuðið hátt. Það gerðum við í þorskastríðinu og höfum gert hingað til sem sjálfstæð fullvalda þjóð. Ég er einnig sammála þeim sem segja að við eigum að borga skuldir okkar. Það vefst ekki fyrir mér. Vandinn er hins vegar sá að Íslendingar hafa aldrei í Icesave-deilunni mætt öðrum þjóðum uppréttir. Við höfum látið Hollendinga og Breta beygja okkur frá upphafi og því miður virðist svo vera enn. Þá hafna ég því algerlega sem Íslendingur að þjóðinni sé gert að greiða umfram það sem hún er lagalega skuldbundin til að greiða. Ég hef ekki heyrt því haldið fram, í hinni málefnalegu umræðu, að við ætlum ekki að standa við skuldbindingar okkar. Eins og Stefán Már lagaprófessor og Lárus Blöndal hrl. sem og hin virta breska lögmannsstofa Mishcon De Reya hafa ítrekað bent á, þá leikur raunverulegur vafi á því hvort Íslendingar eigi að greiða þá fjárhæð sem til var í hinum íslenska innstæðutryggingasjóði eða hvort þeim beri að greiða lágmarksgreiðslu skv. tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar eða 20.000 evrur. Uppréttur maður myndi að sjálfsögðu láta reyna á þessa lagalegu óvissu. Síðan yrði að sjálfsögðu greitt skv. niðurstöðunni. Í annan stað má líka nefna að ef við gefum okkur að Íslendingar séu skuldbundnir til að greiða lágmarksfjárhæð tilskipunarinnar eða hinar 20.000 evrur þá hljóta þeir uppréttu að staðnæmast þar. Neita að greiða meira. Það er hins vegar ekki raunin með Icesave-samningana. Bæði Hollendingar og Bretar hafa sett sérstaka klásúlu í samningana þar sem sérstaklega er vikið að því að bæði hollenski og breski sjóðurinn njóta sama forgangsréttar og íslenski innstæðutryggingasjóðurinn. Þetta þýðir eins og Ragnar H. Hall hrl. hefur bent á og Eiríkur Tómason lagaprófessor hefur tekið undir, að Íslendingar eru að greiða mun meira en hinar 20.000 evrur. Þvert gegn skýru ákvæði tilskipunarinnar sjálfrar. Hleypur sú fjárhæð á tugum ef ekki hundruðum milljarða íslenskra króna. Við megum aldrei gefa eftir réttindi okkar sem fullvalda þjóð. Þess réttar njótum við til jafns á við aðrar þjóðir Evrópu. Ef við gefum þann rétt frá okkur þá gefum við eftir sjálfsvirðingu okkar og þjóðarstolt. Það er aðeins að því gefnu að Íslendingar standi í lappirnar að þeir geti borið höfuðið hátt. Það er leiðin til framtíðar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Í umræðunni hafa komið fram málsmetandi einstaklingar sem halda því fram að þjóðinni beri að taka á sig drápsklyfjar skulda. Að aðrar þjóðir sem hafi lent í sambærilegum erfiðleikum og Íslendingar nú hafi tekist á við þá af þjóðarstolti og mætt heiminum sem heiðarlegir borgunarmenn. Þessar þjóðir séu fyrirmyndir. Þær beri höfuðið hátt. Þetta sé leiðin áfram. Ég er sammála þeim sem halda því fram að við eigum að bera höfuðið hátt. Það gerðum við í þorskastríðinu og höfum gert hingað til sem sjálfstæð fullvalda þjóð. Ég er einnig sammála þeim sem segja að við eigum að borga skuldir okkar. Það vefst ekki fyrir mér. Vandinn er hins vegar sá að Íslendingar hafa aldrei í Icesave-deilunni mætt öðrum þjóðum uppréttir. Við höfum látið Hollendinga og Breta beygja okkur frá upphafi og því miður virðist svo vera enn. Þá hafna ég því algerlega sem Íslendingur að þjóðinni sé gert að greiða umfram það sem hún er lagalega skuldbundin til að greiða. Ég hef ekki heyrt því haldið fram, í hinni málefnalegu umræðu, að við ætlum ekki að standa við skuldbindingar okkar. Eins og Stefán Már lagaprófessor og Lárus Blöndal hrl. sem og hin virta breska lögmannsstofa Mishcon De Reya hafa ítrekað bent á, þá leikur raunverulegur vafi á því hvort Íslendingar eigi að greiða þá fjárhæð sem til var í hinum íslenska innstæðutryggingasjóði eða hvort þeim beri að greiða lágmarksgreiðslu skv. tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar eða 20.000 evrur. Uppréttur maður myndi að sjálfsögðu láta reyna á þessa lagalegu óvissu. Síðan yrði að sjálfsögðu greitt skv. niðurstöðunni. Í annan stað má líka nefna að ef við gefum okkur að Íslendingar séu skuldbundnir til að greiða lágmarksfjárhæð tilskipunarinnar eða hinar 20.000 evrur þá hljóta þeir uppréttu að staðnæmast þar. Neita að greiða meira. Það er hins vegar ekki raunin með Icesave-samningana. Bæði Hollendingar og Bretar hafa sett sérstaka klásúlu í samningana þar sem sérstaklega er vikið að því að bæði hollenski og breski sjóðurinn njóta sama forgangsréttar og íslenski innstæðutryggingasjóðurinn. Þetta þýðir eins og Ragnar H. Hall hrl. hefur bent á og Eiríkur Tómason lagaprófessor hefur tekið undir, að Íslendingar eru að greiða mun meira en hinar 20.000 evrur. Þvert gegn skýru ákvæði tilskipunarinnar sjálfrar. Hleypur sú fjárhæð á tugum ef ekki hundruðum milljarða íslenskra króna. Við megum aldrei gefa eftir réttindi okkar sem fullvalda þjóð. Þess réttar njótum við til jafns á við aðrar þjóðir Evrópu. Ef við gefum þann rétt frá okkur þá gefum við eftir sjálfsvirðingu okkar og þjóðarstolt. Það er aðeins að því gefnu að Íslendingar standi í lappirnar að þeir geti borið höfuðið hátt. Það er leiðin til framtíðar. Höfundur er alþingismaður.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun