Hefur lagt fram 14 frumvörp um breytingar á fjármálamarkaði 8. desember 2009 15:04 Efnahags- og viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, hefur að undanförnu lagt fram á Alþingi 14 frumvörp til laga og breytinga á gildandi lögum. Meðal annars er um að ræða breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög sem ætlað er að auka jafnræði hluthafa, gagnsæi í eignarhaldi og jafnrétti í stjórnum og framkvæmdastjórn fyrirtækja.Í tilkynningu segir að þá séu lagðar til viðamiklar breytingar á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði og grunnur er lagður að framtíðarkerfi innstæðutrygginga, svo fátt eitt sé nefnt. Meðal annarra mála sem ráðherra hyggst leggja fyrir í desember er umfangsmikið frumvarp byggt á gagngerri endurskoðun á lögum um starfsemi fjármálafyrirtækja.Brýnt er að auka gagnsæi á eignarhaldi og atkvæðisrétti hluthafa í íslenskum hlutafélögum, í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið undanfarna mánuði. Með lagabreytingunum er ætlunin að styrkja til muna gildandi reglur um starfsemi hlutafélaga og einkahlutafélaga, þannig að hlutaskrá geymi á hverjum tíma réttar upplýsingar um hluthafa,hlutafjáreign þeirra og atkvæðisrétt. M.a. eru lagðar ríkar skyldur á stjórnir félaganna að sjá til þess að hlutaskráin geymi á hverjum tíma réttar upplýsingar um þessi atriði.Þá hefur ráðherra einnig lagt fram frumvarp til innleiðingar á EES-reglum sem ætlað er að auka réttindi og áhrif hluthafa í félögum sem hafa skráð skuldabréf eða hlutabréf á skipulegum verðbréfamarkaði.Frumvarp ráðherra til breytinga á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði er byggt á ítarlegri endurskoðun á gildandi lögum sem fram fór í kjölfar hruns stærstu viðskiptabankanna. Nefnd sem ráðherra skipaði í vor endurskoðaði allt regluverkið og gerði tillögur að breytingum á ákvæðum um fjárfestingarheimildir, eignarhald, óhæði rekstrarfélaga, lagaumhverfi fagfjárfestasjóða o.fl. Þá er ætlunin að innleiða nauðsynlegar breytingar sem fram koma í tilskipunum ESB um sameiginlega fjárfestingu.Meðal þess sem tekið er á í frumvarpinu eru tengsl rekstrarfélaga sjóða, móðurfélaga rekstrarfélaga og vörslufyrirtækja. Einnig eru settar fram mun skýrari reglur og hömlur á fjárfestingu í einstökum félögum eða tengdum aðilum, en sem kunnugt er hefur komið fram mikil gagnrýni á áhættusækin viðskipti með verðbréf aðila sem voru tengdir innbyrðis eða tengdir rekstrarfélögum og vörslufyrirtækjum peningamarkaðsjóðanna fyrir hrun.Tilgangur frumvarpsins um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta er að innleiða breytingar á tryggingarkerfinu til samræmis við breytingar á regluverki Evrópusambandsins. Þá kalla þær ábyrgðir sem fallið hafa á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta á heildarendurskoðun á lögunum. Ný lög hafa hinsvegar engin áhrif á fyrri og ítrekaðar yfirlýsingar ríkisstjórna um að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi séu tryggðar að fullu. Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, hefur að undanförnu lagt fram á Alþingi 14 frumvörp til laga og breytinga á gildandi lögum. Meðal annars er um að ræða breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög sem ætlað er að auka jafnræði hluthafa, gagnsæi í eignarhaldi og jafnrétti í stjórnum og framkvæmdastjórn fyrirtækja.Í tilkynningu segir að þá séu lagðar til viðamiklar breytingar á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði og grunnur er lagður að framtíðarkerfi innstæðutrygginga, svo fátt eitt sé nefnt. Meðal annarra mála sem ráðherra hyggst leggja fyrir í desember er umfangsmikið frumvarp byggt á gagngerri endurskoðun á lögum um starfsemi fjármálafyrirtækja.Brýnt er að auka gagnsæi á eignarhaldi og atkvæðisrétti hluthafa í íslenskum hlutafélögum, í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið undanfarna mánuði. Með lagabreytingunum er ætlunin að styrkja til muna gildandi reglur um starfsemi hlutafélaga og einkahlutafélaga, þannig að hlutaskrá geymi á hverjum tíma réttar upplýsingar um hluthafa,hlutafjáreign þeirra og atkvæðisrétt. M.a. eru lagðar ríkar skyldur á stjórnir félaganna að sjá til þess að hlutaskráin geymi á hverjum tíma réttar upplýsingar um þessi atriði.Þá hefur ráðherra einnig lagt fram frumvarp til innleiðingar á EES-reglum sem ætlað er að auka réttindi og áhrif hluthafa í félögum sem hafa skráð skuldabréf eða hlutabréf á skipulegum verðbréfamarkaði.Frumvarp ráðherra til breytinga á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði er byggt á ítarlegri endurskoðun á gildandi lögum sem fram fór í kjölfar hruns stærstu viðskiptabankanna. Nefnd sem ráðherra skipaði í vor endurskoðaði allt regluverkið og gerði tillögur að breytingum á ákvæðum um fjárfestingarheimildir, eignarhald, óhæði rekstrarfélaga, lagaumhverfi fagfjárfestasjóða o.fl. Þá er ætlunin að innleiða nauðsynlegar breytingar sem fram koma í tilskipunum ESB um sameiginlega fjárfestingu.Meðal þess sem tekið er á í frumvarpinu eru tengsl rekstrarfélaga sjóða, móðurfélaga rekstrarfélaga og vörslufyrirtækja. Einnig eru settar fram mun skýrari reglur og hömlur á fjárfestingu í einstökum félögum eða tengdum aðilum, en sem kunnugt er hefur komið fram mikil gagnrýni á áhættusækin viðskipti með verðbréf aðila sem voru tengdir innbyrðis eða tengdir rekstrarfélögum og vörslufyrirtækjum peningamarkaðsjóðanna fyrir hrun.Tilgangur frumvarpsins um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta er að innleiða breytingar á tryggingarkerfinu til samræmis við breytingar á regluverki Evrópusambandsins. Þá kalla þær ábyrgðir sem fallið hafa á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta á heildarendurskoðun á lögunum. Ný lög hafa hinsvegar engin áhrif á fyrri og ítrekaðar yfirlýsingar ríkisstjórna um að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi séu tryggðar að fullu.
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira