Danir íhuga að skattleggja lífeyrisgreiðslur við innborgun 2. nóvember 2009 11:19 Töluverð umræða er nú í Danmörku um að breyta skattlagningu á lífeyrisgreiðslur þannig að þær verði skattaðar við innborgun þeirra í stað núverandi kerfis þar sem greiðslurnar eru skattlagðar við útborgun þeirra eins og raunin er hér á landi. Í umfjöllun um málið í Berlingske Tidende segir að ríkissjóð Danmerkur skortir fé en á næsta ári mun hann eyða 90 milljörðum danskra kr. meir en hann aflar. Á sama tíma eru danskir hagfræðingar sammála um að frekari aðstoð við atvinnu- og fjármálalíf landsins sé nauðsynlegt og að stærð þeirrar aðstoðar hlaupi á milljörðum danskra kr. Með því að breyta skattlagningunni á lífeyrisgreiðslunum verður þetta allt ónauðsynlegt. Í einu handtaki geti ríkissjóður aflað sér 1.000 milljarða danskra kr., eða 25.000 milljarða kr. Heildareignir dönsku lífeyrissjóðanna nema nefnilega 2.500 milljörðum danskra kr. Jörgen Svendsen einn af fremstu sérfræðingum Dana í málefnum lífeyrissjóða þar í landi hefur lagt til að dönsk stjónvöld breyti lífeyrissjóðakerfinu að þessu leyti, skatti innborganir en ekki útborganir á lífeyri eins og mörg önnur lönd gera í dag. „Hægt er að ná þessum peningum út án þess að slíkt hafi neikvæðar afleiðingar fyrir neytendur og samfélagið," segir Svendsen. Berlinske segir að breytingin á skattheimtunni hafi engin áhrif á hag lífeyrisþega. Dæmi: Persóna setur 10.000 kr. inn á lífeyrissjóð og ber upphæðin 5% vexti í 10 ár. Upphæðin verður á endanum 16.289 kr. Síðan kemur skatturinn og tekur 40% þannig að til baka eru 9.773 kr. Ef skatturinn tekur í staðinn 40% af sömu upphæð strax setur persónan 6.000 kr. inn á lífeyrissjóðinn. Eftir 10 ára uppsafnaðan sparnað með 5% vöxtum er upphæðin orðin að 9.773 kr. „Lífeyrisþeganum má því vera slétt sama hverning skattlagningunni er háttað," segir í umfjöllun blaðsins. Finn Östrup prófessor við Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar er sammála Svendsen um að rétt sé að breyta skattreglunum enda losni dönsk stjórnvöld þannig við nokkur önnur vandamál í tengslum við greiðslurnar. Östrup nefnir sem dæmi að samkvæmt reglum ESB hafa Danir rétt á að setja lífeyrir sinn til ávöxtunar í erlendum félögum. Þetta gerir dönskum stjórnvöldum erfitt um vik við að innheimta skattana af lífeyrisgreiðslunum. Sérstaklega hjá þeim lífeyrisþegum sem hafa ákveðið að eyða ellinni í Suður-Evrópu eða Taílandi. Með breytingunni yrði þetta vandamál úr sögunni. Hinsvegar hefur Östrup áhyggjur af því að svo miklir fjármunir í danska ríkiskassann muni freista stjórnvalda til að fara á fjárfestingarfyllerí og setja fjármuni í ýmsa vitleysu sem danskir þegnar hefðu takmörkuð not af. Peter L. Jörgensen prófessor við háskólann í Árósum er sammála Östrup hvað þetta varðar en hann er sammála Östrup um að breytingin myndi þýða að tiltölulega flókið lífeyrissjóðakerfi yrði einfaldara. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Töluverð umræða er nú í Danmörku um að breyta skattlagningu á lífeyrisgreiðslur þannig að þær verði skattaðar við innborgun þeirra í stað núverandi kerfis þar sem greiðslurnar eru skattlagðar við útborgun þeirra eins og raunin er hér á landi. Í umfjöllun um málið í Berlingske Tidende segir að ríkissjóð Danmerkur skortir fé en á næsta ári mun hann eyða 90 milljörðum danskra kr. meir en hann aflar. Á sama tíma eru danskir hagfræðingar sammála um að frekari aðstoð við atvinnu- og fjármálalíf landsins sé nauðsynlegt og að stærð þeirrar aðstoðar hlaupi á milljörðum danskra kr. Með því að breyta skattlagningunni á lífeyrisgreiðslunum verður þetta allt ónauðsynlegt. Í einu handtaki geti ríkissjóður aflað sér 1.000 milljarða danskra kr., eða 25.000 milljarða kr. Heildareignir dönsku lífeyrissjóðanna nema nefnilega 2.500 milljörðum danskra kr. Jörgen Svendsen einn af fremstu sérfræðingum Dana í málefnum lífeyrissjóða þar í landi hefur lagt til að dönsk stjónvöld breyti lífeyrissjóðakerfinu að þessu leyti, skatti innborganir en ekki útborganir á lífeyri eins og mörg önnur lönd gera í dag. „Hægt er að ná þessum peningum út án þess að slíkt hafi neikvæðar afleiðingar fyrir neytendur og samfélagið," segir Svendsen. Berlinske segir að breytingin á skattheimtunni hafi engin áhrif á hag lífeyrisþega. Dæmi: Persóna setur 10.000 kr. inn á lífeyrissjóð og ber upphæðin 5% vexti í 10 ár. Upphæðin verður á endanum 16.289 kr. Síðan kemur skatturinn og tekur 40% þannig að til baka eru 9.773 kr. Ef skatturinn tekur í staðinn 40% af sömu upphæð strax setur persónan 6.000 kr. inn á lífeyrissjóðinn. Eftir 10 ára uppsafnaðan sparnað með 5% vöxtum er upphæðin orðin að 9.773 kr. „Lífeyrisþeganum má því vera slétt sama hverning skattlagningunni er háttað," segir í umfjöllun blaðsins. Finn Östrup prófessor við Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar er sammála Svendsen um að rétt sé að breyta skattreglunum enda losni dönsk stjórnvöld þannig við nokkur önnur vandamál í tengslum við greiðslurnar. Östrup nefnir sem dæmi að samkvæmt reglum ESB hafa Danir rétt á að setja lífeyrir sinn til ávöxtunar í erlendum félögum. Þetta gerir dönskum stjórnvöldum erfitt um vik við að innheimta skattana af lífeyrisgreiðslunum. Sérstaklega hjá þeim lífeyrisþegum sem hafa ákveðið að eyða ellinni í Suður-Evrópu eða Taílandi. Með breytingunni yrði þetta vandamál úr sögunni. Hinsvegar hefur Östrup áhyggjur af því að svo miklir fjármunir í danska ríkiskassann muni freista stjórnvalda til að fara á fjárfestingarfyllerí og setja fjármuni í ýmsa vitleysu sem danskir þegnar hefðu takmörkuð not af. Peter L. Jörgensen prófessor við háskólann í Árósum er sammála Östrup hvað þetta varðar en hann er sammála Östrup um að breytingin myndi þýða að tiltölulega flókið lífeyrissjóðakerfi yrði einfaldara.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira