ECB losar um beltið en heldur axlaböndunum 4. desember 2009 09:23 Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að draga úr fjárstuðningi sínum við fjármálakerfi evrusvæðisins. Bankinn hefur ásamt öðrum helstu seðlabönkum heims lagt mikið undir til þess að halda fjármálakerfum gangandi undanfarin misseri en nú þykir rétt að losa um takið og sjá hvernig fjármálastofnanir munu spjara sig á eigin fótum.Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að frá því Lehman Brothers fjárfestingarbankinn varð gjaldþrota í september á síðasta ári hefur Seðlabanki Evrópu veitt fjármálastofnunum lán til 12 mánaða í senn með því augnamiði að tryggja þeim lengri tíma skammtímafjármögnun. Þegar lausafjárkreppan fór að láta á sér kræla í ágúst 2007 sá ECB fjármálakerfinu fyrir um 450 milljarða evra fjármögnun en um þessar mundir er fjárhæðin um 670 milljarðar evra.Skammtímalánin eru boðin upp reglulega og vextir á þeim hafa verið þeir sömu og stýrivextir seðlabankans. Næstkomandi uppboð fer fram 15. desember en það verður hið síðasta af þessu tagi. Þar að auki munu vextir ráðast af þróun stýrivaxta seðlabankans frekar en að vera fastir í 1% eins og hingað til. Sömuleiðis var tilkynnt að samsvarandi uppboðum á lánum til 6 mánaða verði hætt í lok fyrsta fjórðungs næsta árs.ECB á von á því að ástand fjármálamarkaða hafi skánað það mikið að ekki sé þörf á sömu úrræðum og fyrir rúmu ári síðan. Einnig er dregið úr aðgerðum til þess að koma í veg fyrir að bankar verði háðir neyðarfjármögnun sem þessari til lengri tíma.Þrátt fyrir að hætt verði að veita lengri tíma skammtímalán er haft eftir Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, að fjármálafyrirtækjum verði eftir sem áður tryggt aðgengi að nægu lausafé í marga mánuði. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að draga úr fjárstuðningi sínum við fjármálakerfi evrusvæðisins. Bankinn hefur ásamt öðrum helstu seðlabönkum heims lagt mikið undir til þess að halda fjármálakerfum gangandi undanfarin misseri en nú þykir rétt að losa um takið og sjá hvernig fjármálastofnanir munu spjara sig á eigin fótum.Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að frá því Lehman Brothers fjárfestingarbankinn varð gjaldþrota í september á síðasta ári hefur Seðlabanki Evrópu veitt fjármálastofnunum lán til 12 mánaða í senn með því augnamiði að tryggja þeim lengri tíma skammtímafjármögnun. Þegar lausafjárkreppan fór að láta á sér kræla í ágúst 2007 sá ECB fjármálakerfinu fyrir um 450 milljarða evra fjármögnun en um þessar mundir er fjárhæðin um 670 milljarðar evra.Skammtímalánin eru boðin upp reglulega og vextir á þeim hafa verið þeir sömu og stýrivextir seðlabankans. Næstkomandi uppboð fer fram 15. desember en það verður hið síðasta af þessu tagi. Þar að auki munu vextir ráðast af þróun stýrivaxta seðlabankans frekar en að vera fastir í 1% eins og hingað til. Sömuleiðis var tilkynnt að samsvarandi uppboðum á lánum til 6 mánaða verði hætt í lok fyrsta fjórðungs næsta árs.ECB á von á því að ástand fjármálamarkaða hafi skánað það mikið að ekki sé þörf á sömu úrræðum og fyrir rúmu ári síðan. Einnig er dregið úr aðgerðum til þess að koma í veg fyrir að bankar verði háðir neyðarfjármögnun sem þessari til lengri tíma.Þrátt fyrir að hætt verði að veita lengri tíma skammtímalán er haft eftir Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, að fjármálafyrirtækjum verði eftir sem áður tryggt aðgengi að nægu lausafé í marga mánuði.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira