Erlent

Aðallífvörður Jóhannesar Páls páfa látinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Camillo Cibin var yfirmaður lífvarðarsveitar Jóhannesar Páls páfa II. Mynd/ AFP.
Camillo Cibin var yfirmaður lífvarðarsveitar Jóhannesar Páls páfa II. Mynd/ AFP.
Camillo Cibin, yfirmaður lífvarðarsveitar Jóhannesar Páls páfa II, lést í morgun, 83 ára að aldri. Camillo Cibin var meðal annars viðstaddur þegar reynt var að ráða páfann af dögum árið 1981. Cibin lét af störfum árið 2006 eftir 58 ára störf í öryggisvarðarsveit Vatíkansins. Greint var frá andláti Cibin í Vatican Radio í morgun en ekki hefur verið greint frá dánarorsök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×