Handbolti

Fram vann FH á heimavelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stella Sigurðardóttir í leik með Fram gegn FH.
Stella Sigurðardóttir í leik með Fram gegn FH.

Fram vann í dag fimm marka sigur á FH, 34-29, í N1-deild kvenna í Safamýrinni.

Fram fór upp í fimmtán stig með sigrinum en er þó tólf stigum á eftir toppliði Hauka og ellefu stigum á eftir Stjörnunni sem er í öðru sæti. FH er í fimmta sæti með tíu stig.

Tveir leikir fara fram síðar í dag í N1-deild kvenna. Klukkan 16.00 mætast Stjarnan og Fylkir og hálftíma síðar lið Vals og HK.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×