NBA í nótt: Dallas og Boston náðu forystu - Utah minnkaði muninn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2009 09:00 San Antonio átti ekki möguleika í Dirk Nowitzky og félaga í nótt. Nordic Photos / Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þar náðu Dallas og Boston yfirhöndinni í sínum einvígum en Utah minnkaði muninn í sinni rimmu gegn LA Lakers. Dallas vann San Antonio, 88-67, á heimavelli sínum og endurheimti þar með forystuna, 2-1, eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í einvíginu á heimavelli síðarnefnda liðsins. Eins og úrslit leiksins gefa til kynna var um afar öruggan sigur að ræða. Þeir Tim Duncan, Tony Parker og aðrir byrjunarliðsmenn San Antonio fóru á bekkinn í þriðja leikhluta og sneru ekki aftur eftir það. Niðurlægingin hafði verið slík frá fyrstu mínútu. San Antonio skoraði ekki nema 30 stig í fyrri hálfleik og Dallas náði í þriðja leikhluta 62-36 forystu. Þá gafs Greg Popovich, þjálfari San Antonio, upp og ákvað að hvíla sína lykilmenn fyrir næsta leik. San Antonio hefur aldrei áður skorað jafn fá stig í leik í úrslitakeppninni. Gamla „metið" var 70 stig gegn Phoenix árið 2000. Tölfræði liðsins í gær var sorglega léleg - 31,2 prósent hittni (78/25) úr 2ja stiga skotum og alls fóru tveir þristar niður í sautján tilraunum. Aðeins einn leikmaður skoraði meira en tíu stig í leiknum og það var Tony Parker með tólf. Þess má svo geta að framherjinn Michael Finley var stiga- og stoðsendingalaus og tók eitt frákast í öllum leiknum. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Josh Howard sautján. Boston vann Chicago, 107-86, og komst þar með yfir í fyrsta sinn í einvíginu, 2-1. Chicago vann fyrsta leik liðanna nokkuð óvænt á heimavelli Boston en nú náðu meistararnir að svara í sömu mynt. Paul Pierce og Rajon Rondo fóru fyrir sínu liði í leiknum í nótt. Pierce skoraði 24 stig og Rondo 20. Sigur Boston var aldrei í hættu en forysta liðsins í háfleik var 22 stig. Ray Allen var með átján stig. Ben Gordon var með fimmtán stig fyrir Chicago, John Salmons fjórtán en nýliði ársins, Derrick Rose, ekki nema níu. Utah vann Lakers, 88-86, þar sem Deron Williams tryggði sínum mönnum sigur með körfu þegar 2,2 sekúndur voru til leiksloka. Það var þó Carlos Boozer sem var aðalmaðurinn í liði Utah í nótt en alls skoraði hann 23 stig og tók 22 fráköst sem er metjöfnun hjá félaginu í úrslitakeppni. Utah á nú möguleika á að jafna metin í rimmu liðanna á heimavelli þegar liðin mætast aftur á laugardaginn. Leikmenn Lakers voru að hitta illa í leiknum miðað við fyrstu tvo leikina. Alls 32 skot fóru niður í 87 tilraunum. Þrátt fyrir það átti Lakers möguleika á að stela sigrinum í lokin en Kobe Bryant misnotaði þrist í síðustu sókninni. Hann skoraði alls átján stig þó svo að hann hafi ekki hitt nema úr fimm af 24 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og fjórtán fráköst. NBA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þar náðu Dallas og Boston yfirhöndinni í sínum einvígum en Utah minnkaði muninn í sinni rimmu gegn LA Lakers. Dallas vann San Antonio, 88-67, á heimavelli sínum og endurheimti þar með forystuna, 2-1, eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í einvíginu á heimavelli síðarnefnda liðsins. Eins og úrslit leiksins gefa til kynna var um afar öruggan sigur að ræða. Þeir Tim Duncan, Tony Parker og aðrir byrjunarliðsmenn San Antonio fóru á bekkinn í þriðja leikhluta og sneru ekki aftur eftir það. Niðurlægingin hafði verið slík frá fyrstu mínútu. San Antonio skoraði ekki nema 30 stig í fyrri hálfleik og Dallas náði í þriðja leikhluta 62-36 forystu. Þá gafs Greg Popovich, þjálfari San Antonio, upp og ákvað að hvíla sína lykilmenn fyrir næsta leik. San Antonio hefur aldrei áður skorað jafn fá stig í leik í úrslitakeppninni. Gamla „metið" var 70 stig gegn Phoenix árið 2000. Tölfræði liðsins í gær var sorglega léleg - 31,2 prósent hittni (78/25) úr 2ja stiga skotum og alls fóru tveir þristar niður í sautján tilraunum. Aðeins einn leikmaður skoraði meira en tíu stig í leiknum og það var Tony Parker með tólf. Þess má svo geta að framherjinn Michael Finley var stiga- og stoðsendingalaus og tók eitt frákast í öllum leiknum. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Josh Howard sautján. Boston vann Chicago, 107-86, og komst þar með yfir í fyrsta sinn í einvíginu, 2-1. Chicago vann fyrsta leik liðanna nokkuð óvænt á heimavelli Boston en nú náðu meistararnir að svara í sömu mynt. Paul Pierce og Rajon Rondo fóru fyrir sínu liði í leiknum í nótt. Pierce skoraði 24 stig og Rondo 20. Sigur Boston var aldrei í hættu en forysta liðsins í háfleik var 22 stig. Ray Allen var með átján stig. Ben Gordon var með fimmtán stig fyrir Chicago, John Salmons fjórtán en nýliði ársins, Derrick Rose, ekki nema níu. Utah vann Lakers, 88-86, þar sem Deron Williams tryggði sínum mönnum sigur með körfu þegar 2,2 sekúndur voru til leiksloka. Það var þó Carlos Boozer sem var aðalmaðurinn í liði Utah í nótt en alls skoraði hann 23 stig og tók 22 fráköst sem er metjöfnun hjá félaginu í úrslitakeppni. Utah á nú möguleika á að jafna metin í rimmu liðanna á heimavelli þegar liðin mætast aftur á laugardaginn. Leikmenn Lakers voru að hitta illa í leiknum miðað við fyrstu tvo leikina. Alls 32 skot fóru niður í 87 tilraunum. Þrátt fyrir það átti Lakers möguleika á að stela sigrinum í lokin en Kobe Bryant misnotaði þrist í síðustu sókninni. Hann skoraði alls átján stig þó svo að hann hafi ekki hitt nema úr fimm af 24 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og fjórtán fráköst.
NBA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira