Erlent

Brjóstahaldari bjargaði mannslífi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Það er spurning hvort frúin hafi verið í einum svona þegar hún kom að þjófunum.
Það er spurning hvort frúin hafi verið í einum svona þegar hún kom að þjófunum.

Brjóstahaldarinn bjargaði 57 ára gamalli konu í Detroit sem kom að nokkrum innbrotsþjófum í miðjum klíðum. Mennirnir voru að brjótast inn hjá nágranna konunnar. Einn þeirra dró þegar upp skammbyssu þegar hann tók eftir að vitni var á staðnum og skaut að konunni. Svo vildi þá til að kúlan lenti beint á vírnum í annarri skál brjóstahaldarans og nægði það til að verja konuna alvarlegum meiðslum. Hún meiddist að vísu nokkuð en brjóstahaldarinn dró nægilega úr hraða kúlunnar til að bjarga lífi eigandans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×