Innlent

Jóhanna ræðir Icesave þegar hennar tími er komin

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist ekki ætla að ræða Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi fyrr en hennar tími sé kominn. Forsætisráðherra hefur enn ekki tekið til máls um frumvarpið sem nú er í annarri umræðu.

Fjallað var um Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær en fundi lauk rétt fyrir miðnætti. Þá voru enn níu þingmenn á mælendaskrá. Stjórnarandstaðan vill fresta annarri umræðu um málið og senda það aftur í nefnd.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks, vakti athygli á því að forsætisráðherra hefur enn ekki tekið til máls á Alþingi um málið.

„Það skiptir okkur máli að vita hvert er sjónarmið forsætisráðherra Íslands, forsætisráðherra Íslands, okkar allra í þessum málum og í þessum ábendingum sem hafa verið dregnar fram núna á síðustu dögum. Þetta verður að koma fram í frekari framhaldi þessara umræða í dag," sagði varaformaðurinn.

Jóhann sagðist ætla að fara í ræðustól og ræða um málið þegar henni væri komin. „Ég geri það ekki eftir beiðni varaformanns Sjálfstæðisflokks eða annarra hér inni. Ég geri það þegar minn tími er kominn,"

Jóhanna bætti við að hún muni finna sér hentugan tíma til að svara því sem að henni hefur verið beint. „Ég ræð því sjálf hvenær ég fer í ræðu mína háttvirtu þingmenn, hvort sem það er í dag morgun eða hinn eða hvað stjórnarandstaðan ætlar að halda lengi uppi umræðu um þessi mál."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×