Innlent

Boðar til ræðukeppni í sumar

Bragi Páll  Sigurðarson, hugmyndasmiður Þrassins.
Bragi Páll Sigurðarson, hugmyndasmiður Þrassins.
„Ég er búinn að reyna að koma þessu í gang í öllu sumarfríinu mínu," segir Bragi Páll Sigurðarson, hugmyndasmiður ræðukeppninnar Þrassins. Þrasið er að hans sögn með svipuðu sniði og framhaldsskólaræðukeppnin MORFÍS, nema hvað, þátttaka stendur öllum til boða. Keppt verður tvisvar í viku í allt sumar, og stefnt er að því að ljúka Þrasinu með úrslitakeppni á Ingólfstorgi á Menningarnótt.

„Í ljósi allra hluta sem hafa verið að gerast í íslensku samfélagi datt mér í hug að það hlyti að vera fólk sem gæti tekið þátt í þessu byrjunarverkefni til að ryðja veginn fyrir eitthvað stærra," segir Bragi, en hugmyndin er sú að nýta kraftinn sem býr til dæmis í ungmennum sem ekki hafa vinnu í sumar.

Auk þess segir hann þáttöku standa gömlum MORFÍS kempum og fyrirmönnum þjóðfélagsins til boða, en meðal þekktra einstaklinga sem tekið hafa þátt í MORFÍS eru til dæmis fjöldi sitjandi alþingismanna, sjónvarpsmanna og borgarfulltrúar.

Hann segist sannfærður um að ræðukeppnir gætu orðið mjög vinsælar meðal almennings ef þær yrðu færðar út úr framhaldsskólunum og nær venjulegu fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×