Innlent

Ákærður fyrir handrukkun

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og frelsissviptingu

Hann veittist að öðrum manni við Lóuhóla í Reykjavík, þreif í peysu hans og dró hann með sér að bifreið. Þar rukkaði hann manninn um meinta skuld og barði hann í höfuð og líkama.

Fórnarlambið rak höfuðið utan í bifreiðina og féll á jörðina. Þessu næst neyddi árásarmaðurinn hinn inn í aftursæti bifreiðarinnar og ók með hann til Hafnarfjarðar, en lögregla stöðvaði aksturinn við Bæjarhraun þar í bæ. Fórnarlambið hlaut talsverða áverka.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×