Höftum af innstreymi gjaldeyris vegna nýrra fjárfestinga aflétt 31. júlí 2009 13:14 Búið er að samþykkja áætlun um að gjaldeyrishöftunum verði aflétt í áföngnum. Í upphafi verður höftum af öllu innstreymi erlends gjaldeyris vegna nýrrar fjárfestingar aflétt. Grein er frá þessu á heimasíðu Seðlabankans. Þar segir að skilyrði þess að heimilt verði að flytja fjármunina aftur úr landi er að hin nýja fjárfesting hafi verið skráð hjá Seðlabanka Íslands. Áætlað er að áhrif þessa fyrsta áfanga á gjaldeyrisforðann verði jákvæð eða lítil. Að uppfylltum skilyrðum og að því gefnu að fyrsti áfanginn hafi tekist eins og vænst er verður hafist handa við hinn síðari hluta áætlunarinnar, sem er afnám hafta á útstreymi gjaldeyris. Þeim áfanga verður skipt í smærri skref, sem verður lýst nánar á kynningarfundi Seðlabankans 5. ágúst n.k. „Ríkisstjórnin hefur nú samþykkt áætlun um afnám gjaldeyrishafta, sem Seðlabankinn samdi í samráði við viðskiptaráðuneytið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Til þess að tryggt sé að jafnvægi efnahagslífsins raskist ekki þegar höftin hverfa verður afnámi þeirra skipt í áfanga og hver þeirra háður því að ákveðnum skilyrðum hafi verið fullnægt," segir í tilkynningu um málið. Ennfremur segir að forsenda þess að hægt sé að afnema höftin í áföngum án þess að óstöðugleiki fylgi er að tekist hafi að eyða óvissu og skapa nægilegt traust um efnahagsstefnuna. Mörg mikilvæg skref hafa verið stigin í þá átt að undanförnu, sem ættu að gera mögulegt að taka fyrstu skrefin til afnáms hafta á næstu mánuðum. Með langtímaáætlun í ríkisfjármálum hefur aðhald í fjármálum hins opinbera verið eflt, sem ætti er fram líða stundir að eyða óvissu um sjálfbærni skuldastöðu hins opinbera. Fylgt hefur verið varfærinni peningastefnu og verðbólga hefur hjaðnað nokkuð. Stöðugleikasáttmáli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins liggur fyrir. Mikilvægum áfanga hefur verið náð við að koma á fót sterku fjármálakerfi, sem er vel stjórnað, er undir tilhlýðilegu eftirliti og hefur burði til þess að standast ófyrirsjáanlegar fjármagnshreyfingar þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt. Þá eru horfur á að innan fárra mánaða hafi tekist að afla nægs gjaldeyrisforða til þess að mæta tímabundnum óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði, ef til hans kemur. Ekki verður hafist handa við afnám gjaldeyrishafta fyrr en fyrrnefndum forsendum hefur verið fullnægt, en í áætluninni er gert ráð fyrir að það muni takast fyrir 1. nóvember 2009. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Búið er að samþykkja áætlun um að gjaldeyrishöftunum verði aflétt í áföngnum. Í upphafi verður höftum af öllu innstreymi erlends gjaldeyris vegna nýrrar fjárfestingar aflétt. Grein er frá þessu á heimasíðu Seðlabankans. Þar segir að skilyrði þess að heimilt verði að flytja fjármunina aftur úr landi er að hin nýja fjárfesting hafi verið skráð hjá Seðlabanka Íslands. Áætlað er að áhrif þessa fyrsta áfanga á gjaldeyrisforðann verði jákvæð eða lítil. Að uppfylltum skilyrðum og að því gefnu að fyrsti áfanginn hafi tekist eins og vænst er verður hafist handa við hinn síðari hluta áætlunarinnar, sem er afnám hafta á útstreymi gjaldeyris. Þeim áfanga verður skipt í smærri skref, sem verður lýst nánar á kynningarfundi Seðlabankans 5. ágúst n.k. „Ríkisstjórnin hefur nú samþykkt áætlun um afnám gjaldeyrishafta, sem Seðlabankinn samdi í samráði við viðskiptaráðuneytið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Til þess að tryggt sé að jafnvægi efnahagslífsins raskist ekki þegar höftin hverfa verður afnámi þeirra skipt í áfanga og hver þeirra háður því að ákveðnum skilyrðum hafi verið fullnægt," segir í tilkynningu um málið. Ennfremur segir að forsenda þess að hægt sé að afnema höftin í áföngum án þess að óstöðugleiki fylgi er að tekist hafi að eyða óvissu og skapa nægilegt traust um efnahagsstefnuna. Mörg mikilvæg skref hafa verið stigin í þá átt að undanförnu, sem ættu að gera mögulegt að taka fyrstu skrefin til afnáms hafta á næstu mánuðum. Með langtímaáætlun í ríkisfjármálum hefur aðhald í fjármálum hins opinbera verið eflt, sem ætti er fram líða stundir að eyða óvissu um sjálfbærni skuldastöðu hins opinbera. Fylgt hefur verið varfærinni peningastefnu og verðbólga hefur hjaðnað nokkuð. Stöðugleikasáttmáli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins liggur fyrir. Mikilvægum áfanga hefur verið náð við að koma á fót sterku fjármálakerfi, sem er vel stjórnað, er undir tilhlýðilegu eftirliti og hefur burði til þess að standast ófyrirsjáanlegar fjármagnshreyfingar þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt. Þá eru horfur á að innan fárra mánaða hafi tekist að afla nægs gjaldeyrisforða til þess að mæta tímabundnum óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði, ef til hans kemur. Ekki verður hafist handa við afnám gjaldeyrishafta fyrr en fyrrnefndum forsendum hefur verið fullnægt, en í áætluninni er gert ráð fyrir að það muni takast fyrir 1. nóvember 2009.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira