Innlent

Hafnaði næstum í ánni

Minnstu munaði að bíll færi út af Elliðaárbrúnni í Reykjavík og hafnaði ofan í ánni, þegar ökumaður missti stjórn á honum í gærkvöldi og bíllinn lenti á handriði, sem var um það bil að gefa sig þegar bíllinn nam staðar. Ökumaður var fluttur á slysadeild, en reyndist ekki alvarlega slasaður. Einhverjar umferðartafir urðu á meðan verið var að fjarlægja bílinn, sem er mikið skemmdur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×