Engin ávöxtun í áratug með S&P 500 vísitölunni 5. nóvember 2009 08:07 Nú þegar 39 viðskiptadagar eru eftir af árinu í Bandaríkjunum er ekki útlit fyrir að S&P 500 vísitalan skili ávöxtun þennan áratuginn. Vísitalan mælir virði 500 veltumestu fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði og þyrfti að hækka um 41% það sem eftir lifir árs til þess að enda á sléttu frá aldamótum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að tímabilið einkennist af tveimur slæmum niðursveiflum á hlutabréfamörkuðum, annars vegar þeirri sem nú virðist komin yfir versta hjallann og hins vegar þeirri sem varð í kjölfar þess að netbólan sprakk. Algeng fjárfestingarstefna er að kaupa vísitöluna, þ.e. að fjárfesta í sjóðum sem fylgja vísitölunni eftir. Tímabilið frá 2003 - 2007 afar gott fyrir fjárfesta sem fylgdu þessari stefnu. Aftur á móti er ástandið sínu verra hjá þeim sem keyptu í sjóðum um aldamótin. Þeir hafa upplifað ansi miklar sveiflur og munu að öllum líkindum standa frammi fyrir tapi þegar áratugurinn rennur sitt skeið. Ekki er þó öll von úti enn. S&P 500 vísitalan hrökk vel í gírinn þegar markaðir náðu botni í mars á þessu ári. Á tæpum tveimur mánuðum hækkaði vísitalan um 39% sem er með því mesta sem þekkist á tímabilinu. Ef annað eins tímabil tæki við núna væri möguleiki að sleppa svo til á sléttu. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Nú þegar 39 viðskiptadagar eru eftir af árinu í Bandaríkjunum er ekki útlit fyrir að S&P 500 vísitalan skili ávöxtun þennan áratuginn. Vísitalan mælir virði 500 veltumestu fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði og þyrfti að hækka um 41% það sem eftir lifir árs til þess að enda á sléttu frá aldamótum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að tímabilið einkennist af tveimur slæmum niðursveiflum á hlutabréfamörkuðum, annars vegar þeirri sem nú virðist komin yfir versta hjallann og hins vegar þeirri sem varð í kjölfar þess að netbólan sprakk. Algeng fjárfestingarstefna er að kaupa vísitöluna, þ.e. að fjárfesta í sjóðum sem fylgja vísitölunni eftir. Tímabilið frá 2003 - 2007 afar gott fyrir fjárfesta sem fylgdu þessari stefnu. Aftur á móti er ástandið sínu verra hjá þeim sem keyptu í sjóðum um aldamótin. Þeir hafa upplifað ansi miklar sveiflur og munu að öllum líkindum standa frammi fyrir tapi þegar áratugurinn rennur sitt skeið. Ekki er þó öll von úti enn. S&P 500 vísitalan hrökk vel í gírinn þegar markaðir náðu botni í mars á þessu ári. Á tæpum tveimur mánuðum hækkaði vísitalan um 39% sem er með því mesta sem þekkist á tímabilinu. Ef annað eins tímabil tæki við núna væri möguleiki að sleppa svo til á sléttu.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira