Japanski hátækniframleiðandinn Sony gerir ráð fyrir að skila tapi upp á 150 milljjarða jena, jafnvirði 216 milljarða íslenskar króna, vegna síðasta árs. Gangi það eftir verður þetta í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mínus færist í bækur fyrirtækisins.
Sony birti afkomuviðvörunina í dag.
Þar kemur fram að hár rekstrarkostnaður og að afþreyingahluti fyrirtækisins sem snýr að framleiðslu kvikmynda hafi ekki gengið sem skildi enda aðstæður í efnahagslífi helstu viðskiptalanda Sony með versta móti, líkt og Associated Press-fréttastofan tekur til orða.
Fyrirtækið hefur brugðist við með niðurskurði í fjárfestingum í nýrri tækni um þriðjung á árinu. Önnur hagræðing liggur ekki fyrir.