Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík: Hvar viljum við vera árið 2020? 30. desember 2009 04:00 Erfitt ár er nú brátt að baki. Eftir hrun það sem varð á síðari hluta árs 2008 hefur uppbygging gengið hægar en vonir stóðu til. Tímanum hefur þó ekki verið varið til einskis heldur hefur margt áunnist. Nauðsynlegar aðgerðirEndurreisn bankanna er nú lokið og tveir þeirra verða brátt í meirihlutaeigu erlendra aðila. Búið er að afgreiða fjárlög ársins 2010 á Alþingi eftir eina erfiðustu fjárlagagerð í manna minnum. Í þessum fjárlögum er meiri niðurskurður og meiri skattahækkanir en við höfum séð í langan tíma. Þó að þetta séu ekki vinsælar aðgerðir, ef til vill megi færa rök fyrir því að skeri eigi annað niður en gert er í þessum fjárlögum og ef til vill hefði mátt útfæra skattabreytingar með öðrum hætti, þá eru aðhaldsaðgerðirnar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir áframhaldandi skuldasöfnun ríkissjóðs. Þegar þetta er skrifað á enn eftir að afgreiða Icesave-málið frá Alþingi, en vonandi gerist það á næstu dögum. Allt eru þetta mál sem þurfti að afgreiða sem afleiðingar hrunsins. En hvað tekur nú við? Hvað ber framtíðin í skauti sér? Margir eru svartsýnir á framtíðina, en við megum ekki gleyma því að í erfiðleikunum leynast tækifæri. Framtíðin er ekki endilega það sem að okkur er rétt, heldur allt eins það sem við ákveðum að gera úr henni. sterk eftir uppstokkunJú, það er rétt að fjölmörg fyrirtæki eiga í fjárhagsvanda. Það er einnig rétt að fjölmargar fjölskyldur eiga við skuldavanda að etja. Í umræðunni er oft eins og öll fyrirtæki eigi í fjárhagsvanda og allar fjölskyldur eigi í skuldavanda. Þetta er rangt. Það er áætlað að um helmingur fyrirtækja eigi við fjárhagsvanda að etja og um fimmtungur heimila sé í skuldavanda. Bankarnir ásamt ríkissjóði bjóða nú upp á fjölmörg úrræði til handa þeim hópi sem þarf á aðstoð að halda og er sjálfsagt fyrir þá að nýta sér þessi úrræði. Þá hefur verið bent á að þessi úrræði nýtist ekki öllum. Satt er það. Sum fyrirtæki eru í slíkum vanda að ekki eru til úrræði önnur en að slíta rekstri. Sumir einstaklingar fóru fram úr sér á góðæristímum og hefðu lent í alvarlegum skuldavanda óháð því hvort kreppa hefði skollið á eða ekki. Endurskipulagning fjárhags fyrirtækja og heimila mun taka tíma og vera sársaukafull fyrir marga. En að endurskipulagningu lokinni stöndum við eftir með sterkari efnahag til framtíðar. Mikilvægt að ljúka icesaveEn hvar viljum við vera eftir áratug? Hvaða valkostir eru á borðinu? Okkur stærstu ákvarðanir til framtíðar lúta að stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Eins og er vilja fáar erlendar fjármálastofnanir eiga við okkur viðskipti og við höfum sett ströng höft á flæði gjaldeyris út úr landinu. Takist okkur að klára Icesave-málið er einungis tímaspursmál hvenær okkur tekst að taka upp eðlileg samskipti við erlendar fjármálastofnanir. Ég tel hins vegar litlar líkur á því að okkur takist að afnema gjaldeyrishöftin. Eitt af skilyrðum um Evrópska efnahagssvæðið er frjálst flæði fjármagns. Með gjaldeyrishöft uppfyllum við ekki skilyrði EES-aðildar og höfum ekki gert nú í ríflega ár. Stefnum fram á viðEf við stefnum á aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar er ólíklegt að aðildarríki Evrópusambandsins muni láta gjaldeyrishöftin á sig fá þar sem um tímabundna ráðstöfun yrði að ræða. Ef aftur á móti hik er í aðildarviðræðum og ef Icesave-málið dregst enn á langinn verður að telja ólíklegt að áframhaldandi aðild að EES sé í boði. Líklegast er því að valkostirnir séu aðild að Evrópusambandinu og upptaka evrunnar eða Ísland utan EES. Hið fyrra er skref fram á við, en hið síðara er skref aftur á bak. Ég vil stefna fram á við. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Erfitt ár er nú brátt að baki. Eftir hrun það sem varð á síðari hluta árs 2008 hefur uppbygging gengið hægar en vonir stóðu til. Tímanum hefur þó ekki verið varið til einskis heldur hefur margt áunnist. Nauðsynlegar aðgerðirEndurreisn bankanna er nú lokið og tveir þeirra verða brátt í meirihlutaeigu erlendra aðila. Búið er að afgreiða fjárlög ársins 2010 á Alþingi eftir eina erfiðustu fjárlagagerð í manna minnum. Í þessum fjárlögum er meiri niðurskurður og meiri skattahækkanir en við höfum séð í langan tíma. Þó að þetta séu ekki vinsælar aðgerðir, ef til vill megi færa rök fyrir því að skeri eigi annað niður en gert er í þessum fjárlögum og ef til vill hefði mátt útfæra skattabreytingar með öðrum hætti, þá eru aðhaldsaðgerðirnar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir áframhaldandi skuldasöfnun ríkissjóðs. Þegar þetta er skrifað á enn eftir að afgreiða Icesave-málið frá Alþingi, en vonandi gerist það á næstu dögum. Allt eru þetta mál sem þurfti að afgreiða sem afleiðingar hrunsins. En hvað tekur nú við? Hvað ber framtíðin í skauti sér? Margir eru svartsýnir á framtíðina, en við megum ekki gleyma því að í erfiðleikunum leynast tækifæri. Framtíðin er ekki endilega það sem að okkur er rétt, heldur allt eins það sem við ákveðum að gera úr henni. sterk eftir uppstokkunJú, það er rétt að fjölmörg fyrirtæki eiga í fjárhagsvanda. Það er einnig rétt að fjölmargar fjölskyldur eiga við skuldavanda að etja. Í umræðunni er oft eins og öll fyrirtæki eigi í fjárhagsvanda og allar fjölskyldur eigi í skuldavanda. Þetta er rangt. Það er áætlað að um helmingur fyrirtækja eigi við fjárhagsvanda að etja og um fimmtungur heimila sé í skuldavanda. Bankarnir ásamt ríkissjóði bjóða nú upp á fjölmörg úrræði til handa þeim hópi sem þarf á aðstoð að halda og er sjálfsagt fyrir þá að nýta sér þessi úrræði. Þá hefur verið bent á að þessi úrræði nýtist ekki öllum. Satt er það. Sum fyrirtæki eru í slíkum vanda að ekki eru til úrræði önnur en að slíta rekstri. Sumir einstaklingar fóru fram úr sér á góðæristímum og hefðu lent í alvarlegum skuldavanda óháð því hvort kreppa hefði skollið á eða ekki. Endurskipulagning fjárhags fyrirtækja og heimila mun taka tíma og vera sársaukafull fyrir marga. En að endurskipulagningu lokinni stöndum við eftir með sterkari efnahag til framtíðar. Mikilvægt að ljúka icesaveEn hvar viljum við vera eftir áratug? Hvaða valkostir eru á borðinu? Okkur stærstu ákvarðanir til framtíðar lúta að stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Eins og er vilja fáar erlendar fjármálastofnanir eiga við okkur viðskipti og við höfum sett ströng höft á flæði gjaldeyris út úr landinu. Takist okkur að klára Icesave-málið er einungis tímaspursmál hvenær okkur tekst að taka upp eðlileg samskipti við erlendar fjármálastofnanir. Ég tel hins vegar litlar líkur á því að okkur takist að afnema gjaldeyrishöftin. Eitt af skilyrðum um Evrópska efnahagssvæðið er frjálst flæði fjármagns. Með gjaldeyrishöft uppfyllum við ekki skilyrði EES-aðildar og höfum ekki gert nú í ríflega ár. Stefnum fram á viðEf við stefnum á aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar er ólíklegt að aðildarríki Evrópusambandsins muni láta gjaldeyrishöftin á sig fá þar sem um tímabundna ráðstöfun yrði að ræða. Ef aftur á móti hik er í aðildarviðræðum og ef Icesave-málið dregst enn á langinn verður að telja ólíklegt að áframhaldandi aðild að EES sé í boði. Líklegast er því að valkostirnir séu aðild að Evrópusambandinu og upptaka evrunnar eða Ísland utan EES. Hið fyrra er skref fram á við, en hið síðara er skref aftur á bak. Ég vil stefna fram á við.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira