Erlent

Heppinn ítali vann tugi milljarða í lottó

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Happatölurnar geta reynst mönnum vel.
Happatölurnar geta reynst mönnum vel.
Heppinn Ítali vann einar 146,9 milljónir evra í ofurlóttóinu Suprenalotto sem rekið er af ríkinu. Andvirði vinningsins er meira en 26 milljarðar íslenskra króna.

Á fréttavef BBC er verðlaunapotturinn kallaður sá stærsti í sögu Evrópu.

Enginn hafði tekið fyrsta vinning í lottóinu síðan í janúar og var meira að segja svo komið að fólk víðsvegar að úr álfunni tók að ferðast til Ítalíu til að kaupa miða í lottóinu.

Talið er að spilarar í landinu hafi eytt andvirði hundruð milljarða króna í lottómiða frá upphafi árs.

Vinningsmiðinn var keyptur í bænum Massa Carrara, en tölurnar voru 10-11-27-45-79-88.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×