Erlent

Afhentu vopn í skiptum fyrir sakaruppgjöf

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Í síðasta mánuði þurfti fólk að flýja heimili sín vegna átaka í norðanverðri Nígeríu.
Í síðasta mánuði þurfti fólk að flýja heimili sín vegna átaka í norðanverðri Nígeríu. Mynd/AFP
Hundruð herskárra uppreisnarmanna í sunnanverðri Nígeríu létu vopn sín af hendi í dag við hátíðlega athöfn í Yenagoa.

Afvopnunin átti sér stað eftir að leiðtogar uppreisnarmanna á svæðinu féllust á að þiggja sakaruppgjöf sem stjórnvöld höfðu boðið þeim.

Hluti frelsishers Niger Delta, sem talinn er skæðasti hópur uppreisnarmanna, hafnaði hins vegar tilboðinu og sögðust ætla að halda árásum áfram.

Uppreisnarsinnarnir hafa barist fyrir því að íbúar í nálægð við olíubrunna landsins fái stærri hlutdeild í olíugróðanum.

Nígería er mikið olíuframleiðsluríki, en árásir uppreisnarmanna hafa dregið verulega úr framleiðslu landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×