Erlent

Kraftaverkabarn í Bretlandi

Óli Tynes skrifar
Aya Jane
Aya Jane

Jayne Soliman upplifði aldrei að sjá dóttur sína. Hún var gengin 26 vikur þegar hún missti meðvitund á heimili sínu í Bracknell.

Jayne var flutt á John Radcliffe sjúkrahúsið í Oxford og þar komust læknar að því að hún hafði fengið svo stórfellda heilablæðingu að henni yrði ekki bjargað.

Það var hinsvegar ákveðið að halda henni lifandi í öndunarvél í von um að hægt yrði að bjarga barninu.

Það tók tvo sólarhringa að gera líðan Jayne stöðuga og þá var barnið tekið með keisaraskurði, fullkomlega heilbrigð telpa.

Fljótlega eftir aðgerðina var slökkt á öllum vélunum sem héldu Jayne á lífi. Áður en það var gert var telpan lögð yfir fætur móðurinnar til þess að þær fengju að minnsta kosti augnablik saman áður en hún lést.

Telpan sem á að heita Aya Jayne, var fyrsta barn mömmu sinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×