Innlent

Slökktu eld í togara

Tilviljun réði því að viðgerðarmenn voru um borð í togaranum Örvari við bryggju á Sauðárkróki um hálf átta leytið í gærkvöldi, þegar reykjarlykt fór að berast um skipið. Hún reyndist eiga upptök í eldi, sem kviknað hafði í rafmagnsdós í vinnslusal skipsins.

Þeim tókst með snarræði að slökkva eldinn áður en hann næði útbreiðslu, en slökkviliðið reykræsti svo rýmið. Skemmmdir urðu óverulegar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×