Erlent

Óttast inflúensutímabilið á suðurhveli jarðar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AFP/Getty Images

Eitt þúsund áttatíu og fimm manns í 21 landi hafa nú veikst af völdum svínaflensunnar og óttast sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að tilfellunum fjölgi þegar inflúensutímabilið hefst á suðurhveli jarðar síðar í þessum mánuði.

Um það leyti fer veður jafnan kólnandi hið syðra og hefst þá inflúensutímabil þar líkt og hérlendis á haustmánuðum. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Manila á Filippseyjum segir veiruna, sem veldur svínaflensunni, nýlega og ekki sé enn mögulegt að sjá fyrir sér hvernig hún muni hegða sér þegar aðalinflúensutímabilið hefst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×