Erlent

Vilja banna Vítisenglana í Danmörku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Danski þjóðarflokkurinn vill banna vélhjólasamtökin Vítisengla og alla þeirra starfsemi í Danmörku. Eins vill flokkurinn að ýmis skipulögð glæpasamtök innflytjenda verði bönnuð og vísar þar til greinar í dönsku stjórnarskránni þar sem heimilað er að banna með dómi hvers kyns félagasamtök sem starfa eða koma sjónarmiðum sínum á framfæri með ofbeldi eða hvers kyns sambærilegri hegðun sem brýtur í bága við frelsi annarra og réttindi.

Talsmenn þjóðarflokksins segja Kaupmannahafnarbúa langþreytta á sífelldum skærum glæpasamtaka og nú sé veislunni hreinlega lokið eins og þeir orða það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×