Erlent

Ók Ferrari inn um glugga á veitingastað

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Nicholas Cage leikur aðalhlutverkið í myndinni The Sorcerer's Apprentice sem nú er verið að taka.
Nicholas Cage leikur aðalhlutverkið í myndinni The Sorcerer's Apprentice sem nú er verið að taka.

Tveir vegfarendur við Times Square í New York slösuðust, þó ekki alvarlega, þegar óhapp varð við tökur á nýrri kvikmynd sem leikarinn Nicholas Cage fer með aðalhlutverkið í. Áhættuleikari missti stjórn á Ferrari-sportbíl og ók gegnum glugga og inn í ítalskan veitingastað við torgið. Mesta mildi þótti að ekki urðu frekari slys á fólki en Times Square og götum í nágrenninum hafði verið lokað á meðan atriðið var tekið upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×