Erlent

Bandarískur prófessor horfinn í Japan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Prófessor Craig Arnold sem reyndar er einnig þekkt ljóðskáld í heimalandi sínu.
Prófessor Craig Arnold sem reyndar er einnig þekkt ljóðskáld í heimalandi sínu. MYND/Háskólinn í Wyoming

Lögregla og björgunarsveitir í Japan leita nú logandi ljósi að rúmlega fertugum bandarískum háskólaprófessor sem ekkert hefur spurst til síðan 27. apríl en þá hvarf hann þar sem hann var í gönguferð um eldfjallaeyju úti fyrir ströndum Japans. Einnig hefur fjölskylda mannsins leigt bandaríska björgunarsveit sem nú er á leið til Japans til að taka þátt í leit að honum. Eyjan, þar sem maðurinn hvarf, er þekkt fyrir að vera ógreiðfær og vitað er að þar leynast margar hættur í hrjóstrugu landslaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×