Erlent

Vanhanen stóð af sér storminn

Matti Vanhanen
Matti Vanhanen

Ríkisstjórn Finnlands stóð af sér atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á þjóðþingi landsins í gær.

Vantrauststillagan var lögð fram af vinstriflokkum í stjórnarandstöðu vegna ásakana um að Miðflokkur Matti Vanhanen forsætisráðherra hafi ekki staðið rétt að söfnun fjárframlaga frá ungmennum og íþróttafélögum. Vanhanen hefur einnig verið sakaður um að hafa þegið byggingarefni í íbúðarhús sitt án endurgjalds.

Undanfarna mánuði hafa flestir flokkar á finnska þinginu verið gagnrýndir fyrir að hafa staðið óeðlilega að fjársöfnunum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×