House of Fraser hyggur á útrás frá Bretlandi 15. september 2009 11:03 Breska tískuverslunarkeðjan House of Fraser (HoF)hyggur nú á útrás frá Bretlandi og er að skipuleggja opnanir á nýjum verslunum í öðrum löndum. Samkvæmt frétt um málið í Retailweek er unnið að þessu samkvæmt þriggja ára áætlun sem eigandi HoF, Highland Group, hefur sett saman. House of Fraser er að stórum hluta í eigu Landsbankans og Glitnis og þar af heldur skilanefnd Landsbankans um tæplega 35% hlut í keðjunni í gegnum Highland Group. HoF skilaði góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins eða tæpum 11 milljónum punda fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Þetta er 16% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Þá hefur keðjan náð að minnka skuldir sínar á tímabilinu um 21 milljón punda eða ríflega 4 milljarða kr. Í frétt Retailweek segir John King forstjóri Highland Group að þeir eigi nú í viðræðum við tvo áhugasama aðila um að flytja vörumerkið Westfield London til annarra landa. King vildi hinsvegar ekki segja til um hvað lönd væri að ræða. Það hefur áður komið fram hjá stjórnarformanninum, Don McCarthy, að Miðausturlönd væru það svæði sem gætu verið ákjósanleg fyrir keðjuna. Þá kemur fram í fréttinni að ætlunin sé að opna netverslun HoF á 65 mörkuðum í nóvember n.k. Ennfremur er það áréttað að íslensku eigendurnir að Highland Group muni ekki selja hluti sína fyrr en gott verð fáist fyrir þá. Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Breska tískuverslunarkeðjan House of Fraser (HoF)hyggur nú á útrás frá Bretlandi og er að skipuleggja opnanir á nýjum verslunum í öðrum löndum. Samkvæmt frétt um málið í Retailweek er unnið að þessu samkvæmt þriggja ára áætlun sem eigandi HoF, Highland Group, hefur sett saman. House of Fraser er að stórum hluta í eigu Landsbankans og Glitnis og þar af heldur skilanefnd Landsbankans um tæplega 35% hlut í keðjunni í gegnum Highland Group. HoF skilaði góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins eða tæpum 11 milljónum punda fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Þetta er 16% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Þá hefur keðjan náð að minnka skuldir sínar á tímabilinu um 21 milljón punda eða ríflega 4 milljarða kr. Í frétt Retailweek segir John King forstjóri Highland Group að þeir eigi nú í viðræðum við tvo áhugasama aðila um að flytja vörumerkið Westfield London til annarra landa. King vildi hinsvegar ekki segja til um hvað lönd væri að ræða. Það hefur áður komið fram hjá stjórnarformanninum, Don McCarthy, að Miðausturlönd væru það svæði sem gætu verið ákjósanleg fyrir keðjuna. Þá kemur fram í fréttinni að ætlunin sé að opna netverslun HoF á 65 mörkuðum í nóvember n.k. Ennfremur er það áréttað að íslensku eigendurnir að Highland Group muni ekki selja hluti sína fyrr en gott verð fáist fyrir þá.
Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira