House of Fraser hyggur á útrás frá Bretlandi 15. september 2009 11:03 Breska tískuverslunarkeðjan House of Fraser (HoF)hyggur nú á útrás frá Bretlandi og er að skipuleggja opnanir á nýjum verslunum í öðrum löndum. Samkvæmt frétt um málið í Retailweek er unnið að þessu samkvæmt þriggja ára áætlun sem eigandi HoF, Highland Group, hefur sett saman. House of Fraser er að stórum hluta í eigu Landsbankans og Glitnis og þar af heldur skilanefnd Landsbankans um tæplega 35% hlut í keðjunni í gegnum Highland Group. HoF skilaði góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins eða tæpum 11 milljónum punda fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Þetta er 16% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Þá hefur keðjan náð að minnka skuldir sínar á tímabilinu um 21 milljón punda eða ríflega 4 milljarða kr. Í frétt Retailweek segir John King forstjóri Highland Group að þeir eigi nú í viðræðum við tvo áhugasama aðila um að flytja vörumerkið Westfield London til annarra landa. King vildi hinsvegar ekki segja til um hvað lönd væri að ræða. Það hefur áður komið fram hjá stjórnarformanninum, Don McCarthy, að Miðausturlönd væru það svæði sem gætu verið ákjósanleg fyrir keðjuna. Þá kemur fram í fréttinni að ætlunin sé að opna netverslun HoF á 65 mörkuðum í nóvember n.k. Ennfremur er það áréttað að íslensku eigendurnir að Highland Group muni ekki selja hluti sína fyrr en gott verð fáist fyrir þá. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breska tískuverslunarkeðjan House of Fraser (HoF)hyggur nú á útrás frá Bretlandi og er að skipuleggja opnanir á nýjum verslunum í öðrum löndum. Samkvæmt frétt um málið í Retailweek er unnið að þessu samkvæmt þriggja ára áætlun sem eigandi HoF, Highland Group, hefur sett saman. House of Fraser er að stórum hluta í eigu Landsbankans og Glitnis og þar af heldur skilanefnd Landsbankans um tæplega 35% hlut í keðjunni í gegnum Highland Group. HoF skilaði góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins eða tæpum 11 milljónum punda fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Þetta er 16% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Þá hefur keðjan náð að minnka skuldir sínar á tímabilinu um 21 milljón punda eða ríflega 4 milljarða kr. Í frétt Retailweek segir John King forstjóri Highland Group að þeir eigi nú í viðræðum við tvo áhugasama aðila um að flytja vörumerkið Westfield London til annarra landa. King vildi hinsvegar ekki segja til um hvað lönd væri að ræða. Það hefur áður komið fram hjá stjórnarformanninum, Don McCarthy, að Miðausturlönd væru það svæði sem gætu verið ákjósanleg fyrir keðjuna. Þá kemur fram í fréttinni að ætlunin sé að opna netverslun HoF á 65 mörkuðum í nóvember n.k. Ennfremur er það áréttað að íslensku eigendurnir að Highland Group muni ekki selja hluti sína fyrr en gott verð fáist fyrir þá.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira