Salan á líkamsræktarstöðvum JJB Sports komin í uppnám 23. mars 2009 16:04 Salan á líkamsræktarstöðvum JJB Sports er komin í uppnám þar sem milljarðamæringurinn Mike Ashley, eigandi Newcastle United, reynir nú hvað hann getur til að koma í veg fyrir söluna til Dave Whelan sem er eigandi Wigan Athletic keppinauta Newcastle, Wigan Athletic.Íslenska ríkið er einn stærsti hluthafi JJB Sports eftir að Kaupþing leysti til sín tæpan þriðjungshlut Exista og Chris Ronnie með veðkalli. Fram kemur í frétt um málið í The Times að ef 70 milljón punda kaupsamningur Whelan gengur ekki í gegn í þessari viku bíði JJB Sports ekkert annað en greiðslustöðvun.Féið þurfi JJB Sports til að borga af lánum sínum hjá Lloyds, Kaupþingi og Barclays bönkunum og til að greiða leigu til leigusala sinna.Times segir að stjórnvöld á Bretlandi hafi beitt sér fyrir því að losa um 40 milljónir punda sem Whelan átti frosnar inni í Kaupþingi í Bretlandi til að liðka um fyrir kaupunum á líkamsræktarstöðvunum.Barátta Ashley hefur einkum gengið út á að fá þá leigusala sem stöðvarnar eru hýstar í til þess að hafna kaupum Whelan á þeim. Hefur honum víst orðið töluvert ágengt. Ashley vill að hans eigin íþróttavöruverslanakeðja, Sports Direct, fái aðstöðu á þessum stöðum.Times segir að fall JJB Sports muni hafa afleiðingar af sömu stærðargráðu og hrun Woolworths verslanakeðjunnar. Tæplega 12.000 manns eigi á hættu að tapa vinnu sinni. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Salan á líkamsræktarstöðvum JJB Sports er komin í uppnám þar sem milljarðamæringurinn Mike Ashley, eigandi Newcastle United, reynir nú hvað hann getur til að koma í veg fyrir söluna til Dave Whelan sem er eigandi Wigan Athletic keppinauta Newcastle, Wigan Athletic.Íslenska ríkið er einn stærsti hluthafi JJB Sports eftir að Kaupþing leysti til sín tæpan þriðjungshlut Exista og Chris Ronnie með veðkalli. Fram kemur í frétt um málið í The Times að ef 70 milljón punda kaupsamningur Whelan gengur ekki í gegn í þessari viku bíði JJB Sports ekkert annað en greiðslustöðvun.Féið þurfi JJB Sports til að borga af lánum sínum hjá Lloyds, Kaupþingi og Barclays bönkunum og til að greiða leigu til leigusala sinna.Times segir að stjórnvöld á Bretlandi hafi beitt sér fyrir því að losa um 40 milljónir punda sem Whelan átti frosnar inni í Kaupþingi í Bretlandi til að liðka um fyrir kaupunum á líkamsræktarstöðvunum.Barátta Ashley hefur einkum gengið út á að fá þá leigusala sem stöðvarnar eru hýstar í til þess að hafna kaupum Whelan á þeim. Hefur honum víst orðið töluvert ágengt. Ashley vill að hans eigin íþróttavöruverslanakeðja, Sports Direct, fái aðstöðu á þessum stöðum.Times segir að fall JJB Sports muni hafa afleiðingar af sömu stærðargráðu og hrun Woolworths verslanakeðjunnar. Tæplega 12.000 manns eigi á hættu að tapa vinnu sinni.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira