Erlent

Dauðarefsingar ekki leyfðar

Valery Zorkin Yfirdómari stjórnlagadómstóls Rússlands.fréttablaðið/AP
Valery Zorkin Yfirdómari stjórnlagadómstóls Rússlands.fréttablaðið/AP

Stjórnlagadómstóll Rússlands kvað á fimmtudag upp þann úrskurð að dauðarefsingum mætti ekki beita í landinu, þrátt fyrir að þær hafi enn ekki verið bannaðar með lögum.

Rússnesk stjórnvöld ákváðu að hætta að beita dauðarefsingum þegar landið fékk aðild að Evrópuráðinu árið 1996. Stjórnvöld hafa hins vegar verið treg til að banna dauðarefsingar vegna þess hve víðtækur stuðningur er við þær meðal almennings. Stjórnlagadómstóllinn segir nú að meðan banns sé beðið sé stjórnvöldum óheimilt að taka upp dauðarefsingar.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×