„Eini glæpurinn er að við misstum hlutinn í veðkalli“ 31. mars 2009 11:58 Ragnar Z Guðjónsson, forstjóri Byrs Ragnar Z Guðjónsson, forstjóri Byrs, segist ekki skilja af hverju Fjármálaeftirlitið sé nú að rannsaka viðskipti félags í eigu Ragnars og nokkurra annarra stjórnenda sjóðsins með stofnfjárhluti í Byr. DV greindi frá rannsókninni í dag. „Eini glæpurinn er að við misstum hlutinn í veðkalli. Hlut sem var metinn á sjötíu milljónir," segir Ragnar í samtali við Vísi. MP Banki gerði veðkall í hlut Húnahorns, félags í eigu Ragnars og annarra stjórnenda Byrs. Fljótlega eftir það rann hluturinn inn í félagið Exeter Holdings, félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, fyrrverandi stjórnarmanns MP. Rannsókn FME virðist beinast að því að grunur leikur á að Húnahorn hafi selt hlut sinn beint til Exeter Holdings sem hefur fjármagnað 1,8 prósent hlut sinn í Byr með yfirdráttarláni frá Byr. „Við misstum hlutinn en framseldum hann ekki til Exeter Holdings. Við eigum skjöl sem sýna að hluturinn fór frá okkur til MP Banka. Hvað gerðist síðan í framhaldinu verða aðrir að svara til um," segir Ragnar. Stjórn Byrs lánaði Exeter Holdings 1,1 milljarð á yfirdráttarláni fyrir kaupum á hlutum í Byr. Samkvæmt heimildum Vísis eru þar inni hlutir sem MP Banki hefur tekið veðkall í á undanförnum mánuðum. Meðal þeirra sem misst hafa bréf eru stjórnarmenn Byrs, sömu menn og tóku ákvörðun um að fjármagna hlutabréfaeign Exeter Holdings í Byr. „Það var stjórnin sem tók ákvörðun um þessa lánveitingu. Ég framkvæmdi hana en hafði ekki hugmynd um að verið væri að fjármagna bréf sem höfðu áður verið í eigu Húnahorns," segir Ragnar. Aðspurður hvort þetta mál hafi einhver áhrif á framtíð hans sem forstjóra Byrs segir Ragnar að hann viti það ekki. „Ef ég nýt ekki trausts samstarfsmanna og viðskiptavina þá hætti ég. Það er ekki flóknara en það. Ég veit hins vegar ekki til annars en að mér sé treyst í þessu starfi." Ágúst Sindri Karlsson, sem á nú 1,8 prósent hlut í Byr og er fjármagnaður af sparisjóðnum sjálfur, segir í samtali við Vísi að hann hafi þarna líkt og oft áður verið fenginn til að taka til eftir partýið. „Ég er vanur að sjá um skítverkin og taka að mér hluti sem aðrir vilja ekki. Ég hef hins vegar fulla trú á Byr og vill eignast stærri hlut í sjóðnum,“ segir Ágúst Sindri. Jón Kristjánsson, stjórnarformaður Byrs, er á Flórída og með slökkt á símanum. Ekki náðist í aðra stjórnarmenn við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Ragnar Z Guðjónsson, forstjóri Byrs, segist ekki skilja af hverju Fjármálaeftirlitið sé nú að rannsaka viðskipti félags í eigu Ragnars og nokkurra annarra stjórnenda sjóðsins með stofnfjárhluti í Byr. DV greindi frá rannsókninni í dag. „Eini glæpurinn er að við misstum hlutinn í veðkalli. Hlut sem var metinn á sjötíu milljónir," segir Ragnar í samtali við Vísi. MP Banki gerði veðkall í hlut Húnahorns, félags í eigu Ragnars og annarra stjórnenda Byrs. Fljótlega eftir það rann hluturinn inn í félagið Exeter Holdings, félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, fyrrverandi stjórnarmanns MP. Rannsókn FME virðist beinast að því að grunur leikur á að Húnahorn hafi selt hlut sinn beint til Exeter Holdings sem hefur fjármagnað 1,8 prósent hlut sinn í Byr með yfirdráttarláni frá Byr. „Við misstum hlutinn en framseldum hann ekki til Exeter Holdings. Við eigum skjöl sem sýna að hluturinn fór frá okkur til MP Banka. Hvað gerðist síðan í framhaldinu verða aðrir að svara til um," segir Ragnar. Stjórn Byrs lánaði Exeter Holdings 1,1 milljarð á yfirdráttarláni fyrir kaupum á hlutum í Byr. Samkvæmt heimildum Vísis eru þar inni hlutir sem MP Banki hefur tekið veðkall í á undanförnum mánuðum. Meðal þeirra sem misst hafa bréf eru stjórnarmenn Byrs, sömu menn og tóku ákvörðun um að fjármagna hlutabréfaeign Exeter Holdings í Byr. „Það var stjórnin sem tók ákvörðun um þessa lánveitingu. Ég framkvæmdi hana en hafði ekki hugmynd um að verið væri að fjármagna bréf sem höfðu áður verið í eigu Húnahorns," segir Ragnar. Aðspurður hvort þetta mál hafi einhver áhrif á framtíð hans sem forstjóra Byrs segir Ragnar að hann viti það ekki. „Ef ég nýt ekki trausts samstarfsmanna og viðskiptavina þá hætti ég. Það er ekki flóknara en það. Ég veit hins vegar ekki til annars en að mér sé treyst í þessu starfi." Ágúst Sindri Karlsson, sem á nú 1,8 prósent hlut í Byr og er fjármagnaður af sparisjóðnum sjálfur, segir í samtali við Vísi að hann hafi þarna líkt og oft áður verið fenginn til að taka til eftir partýið. „Ég er vanur að sjá um skítverkin og taka að mér hluti sem aðrir vilja ekki. Ég hef hins vegar fulla trú á Byr og vill eignast stærri hlut í sjóðnum,“ segir Ágúst Sindri. Jón Kristjánsson, stjórnarformaður Byrs, er á Flórída og með slökkt á símanum. Ekki náðist í aðra stjórnarmenn við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira