Erlent

Mótorhjólagengi myrti átta félaga

Óli Tynes skrifar
Bandidos eiga  útibú á Norðúrlöndunum.
Bandidos eiga útibú á Norðúrlöndunum.

Sex félagar í mótorhjólagenginu Bandidos í Kanada hafa verið dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir að myrða átta félaga sína í innbyrðis uppgjöri.

Bandidos eru næst stærstu mótorhjólasamtök heims á eftir Hells Angels. Þau hafa útibú víða um heim, meðal annars á Norðurlöndunum þar sem þau einnig tengjast morðum og annarri glæpastarfsemi.

Félagarnir átta voru fyrst fluttir á afskekkt eyðibýli og geymdir þar í einhvern tíma í hlöðu. Þeir voru svo leiddir út einn af öðrum og skotnir í höfuðið.

Fyrirmælin um morðin komu frá yfirstjórn Bandidos í Bandaríkjunum er þar voru samtökin stofnuð á sjötta áratug síðustu aldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×