Erlent

Æskuheimili Hitlers til sölu

Óli Tynes skrifar
Í þessu húsi fæddist Adolf Hitler.
Í þessu húsi fæddist Adolf Hitler.

Íbúarnir í smábænum Braunau am Inn í Austurríki hafa nokkrar áhyggjur af húsi sem þar er nú til sölu.

Ástæðan fyrir áhyggjunum er sú að í þessu húsi fæddist Adolf Hitler klukkan 6:30 síðdegis á Páskadag þann 20 apríl árið 1889.

Bæði íbúarnir og bæjaryfirvöld óttast að nýnazistar kaupi húsið og geri það að helgiskríni fyrir foringjann.

Helst vildi bæjarstjórnin kaupa húsið. Hún hefur hinsvegar ekki efni á því.

Þetta er myndarlegt þriggja hæða hús og ásett verð er tæpur hálfur milljarður íslenskra króna. Það er þessu sautján þúsund manna bæjarfélagi ofviða.

Bæjarstjórnin íhugar því að leita til ríkisstjórnarinnar um fjárhagsaðstoð.

Húsið hefur í gegnum tíðina hýst banka, og tækniskóla en nú eru þar starfandi samtök sem hjálpa hreyfihömluðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×