Viðskipti innlent

Litlar breytingar á eignum tryggingarfélaganna

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 136,1 milljörðum kr. í lok október og lækkuðu um 0,3 milljarða kr. milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að útlán og markaðsverðbréf námu 73,3 milljörðum kr. og hækkuðu um 2,3 milljarða kr. í október. Sú hækkun skýrist að mestu af verðtryggðum markaðsskuldabréfum, sem hækkuðu um tæpan 1,0 milljarð kr. og hlutdeildarskírteinum, sem hækkuðu um 1,4 milljarð kr. Þar af hækkuðu erlend hlutdeildarskírteini um 1,2 milljarð kr.

Aðrar eignir námu 38,4 milljarða kr í lok október og lækkuðu um 0,6 milljarð kr. í mánuðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×