Innlent

Í kapphlaupi við tímann

Sóttvarnalæknir hvetur fólk með undirliggjandi sjúkdóma til að panta bólusetningu gegn svínaflensu sem fyrst.

„Því fleiri sem bólusettir eru, þeim mun hraðar gengur að draga úr faraldrinum," segir Haraldur Briem. „Við erum í kapphlaupi við tímann."

Alls hafa nítján manns lagst inn á sjúkrahúsið á Akureyri af völdum svínaflensu, að sögn Haraldar. Í gær voru þrír flensusjúklingar á spítalanum og einn hafði lent á gjörgæslu. Í gær lágu 29 manns á Landspítalanum af völdum flensunnar, þar af átta á gjörgæslu. Sex höfðu verið útskrifaðir, en tveir nýir bæst við.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×