Fréttaskýring: Minni gjaldeyrir ferðamanna fellir krónuna Friðrik Indriðson skrifar 6. nóvember 2009 15:30 Mikið útflæði og nær ekkert innflæði á gjaldeyrismarkaðin hefur valdið því að krónan hefur fallið töluvert eftir hádegið í dag eða um 1,1% þegar þetta er skrifað hálftíma fyrir lokun markaðarins. Helsta ástæðan er að Seðlabankinn hefur ekki verið með nein inngrip á markaðinn í dag eins og áður í ár þegar þetta hefur gerst. Önnur stór ástæða fyrir gengisveikingunni í dag er að gjaldeyrir frá ferðamönnum er orðinn mun minni á markaðinum en hann var í sumar þegar ferðamannatímabilið stóð sem hæst. Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka segir að sá gjaldeyrir skili sér fljótast og best inn á markaðinn og þegar hann minnkar eins og nú finni menn strax fyrir slíku. Hvað varðar vaxtalækkun Seðlabankans segir Jón Bjarki að hann telji ekki að hún eigi hér hlut að máli. Hinsvegar sé athyglisvert að aflétting á hluta af gjaldeyrishöftunum um síðustu mánaðarmót hafi ekki haft nein áhrif hvað varðar aukinn áhuga erlendra aðila á að kaupa krónur. „Þetta er allt spurning um trúverðugleika og þegar hann virðist ekki til staðar á krónan erfitt með að ná fluginu á ný," segir Jón Bjarki. „Krónan styrkist ekki að ráði að nýju nema erlendir fjárfestar fáist til að kaupa krónur." Hvað gjaldeyri ferðamannana varðar rímar minnkun hans á markaðinum við nýjar tölur frá Ferðamálastofu um fækkun á erlendum gestum um Leifsstöð í síðasta mánuði en hún nam 7,5% miðað við sama tíma í fyrra. Þar að auki er helsta ferðamannatímabilið liðið fyrir nokkru síðan. En hvað sem þessu líður er athyglisvert að skoða álit frá greiningardeild SEB bankans í Svíþjóð á afnámi hluta gjaldeyrishaftanna um síðustu mánaðarmót. Greiningin sér kauptækifæri í krónunni og mælir með kaupum henni á núverandi aflandsgengi sem er í kringum 210 kr. fyrir evruna. SEB spári því að aflandsgengið og skráð gengið hér innanlands muni mætast á næsta ári í 185 kr. fyrir evruna á fyrsta ársfjórðung. Og að gengið styrkist síðan og verði komið í 160 kr. fyrir evruna á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Svo virðist sem fáir eða engir erlendir fjárfestar taki mikið mark á þessu áliti SEB. Allavega voru engin viðskipti með krónur á aflandsmarkaðinum fyrstu fjóra dagana í þessari viku, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Og þá komum við aftur að lykilatriðinu fyrir því að krónan styrkist. Kaup erlendra fjárfesta á krónum. Til þess þarf traust og trúverðugleika á íslenska fjármálakerfinu sem því miður virðist langt í land að náist. Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna varð kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Mikið útflæði og nær ekkert innflæði á gjaldeyrismarkaðin hefur valdið því að krónan hefur fallið töluvert eftir hádegið í dag eða um 1,1% þegar þetta er skrifað hálftíma fyrir lokun markaðarins. Helsta ástæðan er að Seðlabankinn hefur ekki verið með nein inngrip á markaðinn í dag eins og áður í ár þegar þetta hefur gerst. Önnur stór ástæða fyrir gengisveikingunni í dag er að gjaldeyrir frá ferðamönnum er orðinn mun minni á markaðinum en hann var í sumar þegar ferðamannatímabilið stóð sem hæst. Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka segir að sá gjaldeyrir skili sér fljótast og best inn á markaðinn og þegar hann minnkar eins og nú finni menn strax fyrir slíku. Hvað varðar vaxtalækkun Seðlabankans segir Jón Bjarki að hann telji ekki að hún eigi hér hlut að máli. Hinsvegar sé athyglisvert að aflétting á hluta af gjaldeyrishöftunum um síðustu mánaðarmót hafi ekki haft nein áhrif hvað varðar aukinn áhuga erlendra aðila á að kaupa krónur. „Þetta er allt spurning um trúverðugleika og þegar hann virðist ekki til staðar á krónan erfitt með að ná fluginu á ný," segir Jón Bjarki. „Krónan styrkist ekki að ráði að nýju nema erlendir fjárfestar fáist til að kaupa krónur." Hvað gjaldeyri ferðamannana varðar rímar minnkun hans á markaðinum við nýjar tölur frá Ferðamálastofu um fækkun á erlendum gestum um Leifsstöð í síðasta mánuði en hún nam 7,5% miðað við sama tíma í fyrra. Þar að auki er helsta ferðamannatímabilið liðið fyrir nokkru síðan. En hvað sem þessu líður er athyglisvert að skoða álit frá greiningardeild SEB bankans í Svíþjóð á afnámi hluta gjaldeyrishaftanna um síðustu mánaðarmót. Greiningin sér kauptækifæri í krónunni og mælir með kaupum henni á núverandi aflandsgengi sem er í kringum 210 kr. fyrir evruna. SEB spári því að aflandsgengið og skráð gengið hér innanlands muni mætast á næsta ári í 185 kr. fyrir evruna á fyrsta ársfjórðung. Og að gengið styrkist síðan og verði komið í 160 kr. fyrir evruna á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Svo virðist sem fáir eða engir erlendir fjárfestar taki mikið mark á þessu áliti SEB. Allavega voru engin viðskipti með krónur á aflandsmarkaðinum fyrstu fjóra dagana í þessari viku, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Og þá komum við aftur að lykilatriðinu fyrir því að krónan styrkist. Kaup erlendra fjárfesta á krónum. Til þess þarf traust og trúverðugleika á íslenska fjármálakerfinu sem því miður virðist langt í land að náist.
Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna varð kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent