Stjórnlagaþing taki til starfa 17. júní 6. nóvember 2009 06:00 stjórnarskrá Frá 1874 Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, afhenti Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra, frumrit stjórnarskrár Íslendinga frá 1874 þegar hann kom í opinbera heimsókn til landsins árið 2003. Nú á þjóðkjörið stjórnlagaþing að taka íslensku stjórnarskrána til heildarendurskoðunar, samkvæmt nýju frumvarpi forsætisráðherra. Kosið verður til stjórnlagaþings samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor, samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þingið á að koma saman í síðasta lagi 17. júní 2010, starfa í þremur lotum og ljúka störfum fyrir 17, febrúar. Á þinginu munu sitja 25-31 þjóðkjörinn fulltrúi, sem kjósa á persónukosningu. Samkvæmt frumvarpinu getur stjórnlagaþing ákveðið að fjalla um þau atriði sem það sjálft kýs en frumvarpið tiltekur nokkur verkefni sérstaklega, og segir í greinargerð að það séu þeir þættir stjórnarskrárinnar, sem staðið hafa lítt breyttir frá árinu 1874. Þetta eru: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar; skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra; hlutverk og staða forseta Íslands; sjálfstæði dómstóla og eftirlit dómstóla með öðrum handhöfum ríkisvalds og loks ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan og lýðræðislega þátttöku almennings. Samkvæmt frumvarpinu á fyrsta lota stjórnlagaþings að standa frá 17. júní til 15. júlí 2010. Næst á þingið að koma saman 4. október næsta haust og sitja til 5. nóvember. Loks á það að sitja frá 10. janúar til 16. febrúar 2011. Þingforseti verður kosinn við setningarathöfnina úr hópi þingfulltrúa. Milli þinglotanna eiga þrjár þriggja manna starfsnefndir stjórnlagaþings að halda áfram störfum. Fulltrúar á stjórnlagaþingi munu fá greidd laun þá daga sem þingið situr. Launin miðast við þingfararkaup alþingismanna, sem er um 520.000 kr á mánuði. Nefndarformenn, þingforseti, og meðlimir fastanefnda verða á fullum launum allt kjörtímabilið. Laun þingforsetans verða miðuð við laun forseta Alþingis, sem hefur ráðherralaun. Laun nefndarformanna við laun nefndarformanna á Alþingi, en þeir fá greitt fimmtán prósenta álag á þingfararkaup. Fyrir þriðju og síðustu þinglotu á forseti stjórnlagaþings að leggja fram frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem stjórnlagaþingið fjallar um og samþykkir við tvær umræður. Að lokinni umfjöllun stjórnlagaþings fær Alþingi frumvarpið til meðferðar. Í frumvarpinu eru ákvæði sem ætlað er að tryggja jafnrétti kynjanna þannig að hlutfall annars kynsins verði ekki hærra en sextíu prósent þingfulltrúa. Í kostnaðarmati kemur fram að heildarkostnaður við stjórnlagaþing er áætlaður allt að 392 milljónir króna. peturg@frettabladid.is Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Kosið verður til stjórnlagaþings samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor, samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þingið á að koma saman í síðasta lagi 17. júní 2010, starfa í þremur lotum og ljúka störfum fyrir 17, febrúar. Á þinginu munu sitja 25-31 þjóðkjörinn fulltrúi, sem kjósa á persónukosningu. Samkvæmt frumvarpinu getur stjórnlagaþing ákveðið að fjalla um þau atriði sem það sjálft kýs en frumvarpið tiltekur nokkur verkefni sérstaklega, og segir í greinargerð að það séu þeir þættir stjórnarskrárinnar, sem staðið hafa lítt breyttir frá árinu 1874. Þetta eru: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar; skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra; hlutverk og staða forseta Íslands; sjálfstæði dómstóla og eftirlit dómstóla með öðrum handhöfum ríkisvalds og loks ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan og lýðræðislega þátttöku almennings. Samkvæmt frumvarpinu á fyrsta lota stjórnlagaþings að standa frá 17. júní til 15. júlí 2010. Næst á þingið að koma saman 4. október næsta haust og sitja til 5. nóvember. Loks á það að sitja frá 10. janúar til 16. febrúar 2011. Þingforseti verður kosinn við setningarathöfnina úr hópi þingfulltrúa. Milli þinglotanna eiga þrjár þriggja manna starfsnefndir stjórnlagaþings að halda áfram störfum. Fulltrúar á stjórnlagaþingi munu fá greidd laun þá daga sem þingið situr. Launin miðast við þingfararkaup alþingismanna, sem er um 520.000 kr á mánuði. Nefndarformenn, þingforseti, og meðlimir fastanefnda verða á fullum launum allt kjörtímabilið. Laun þingforsetans verða miðuð við laun forseta Alþingis, sem hefur ráðherralaun. Laun nefndarformanna við laun nefndarformanna á Alþingi, en þeir fá greitt fimmtán prósenta álag á þingfararkaup. Fyrir þriðju og síðustu þinglotu á forseti stjórnlagaþings að leggja fram frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem stjórnlagaþingið fjallar um og samþykkir við tvær umræður. Að lokinni umfjöllun stjórnlagaþings fær Alþingi frumvarpið til meðferðar. Í frumvarpinu eru ákvæði sem ætlað er að tryggja jafnrétti kynjanna þannig að hlutfall annars kynsins verði ekki hærra en sextíu prósent þingfulltrúa. Í kostnaðarmati kemur fram að heildarkostnaður við stjórnlagaþing er áætlaður allt að 392 milljónir króna. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira