Barcelona er besta knattspyrnulið heims frá árinu 1991 samkvæmt tölfræðiúttekt IFFHS, Alþjóðasambandi knattspyrnusögu og tölfræði.
Notast var við tölfræði liða frá árinu 1991 þar sem árangur liða var reiknaður upp í formúlu og þar kom Barcelona út með besta skorið.
Manchester United kom þar næst og Juventus og Milan þar skammt á eftir. Real Madrid nær aðeins fimmta sæti.
Á þessum átján árum sem farið er yfir í úttektinni hefur Barcelona unnið Evrópukeppnina tvisvar sinnum og spænsku deildina átta sinnum.
Manchester United hefur líka unnið Evrópukeppnina tvisvar, en bætir um betur með tíu meistaratitlum í heimalandinu.
England og Ítalía eiga fjóra fulltrúa á topp 15 á listanum, en spánn aðeins tvo.
Fyrir neðan Barcelona og Real Madrid langur vegur niður í næsta spænska lið sem er Valencia í 17. sæti ásamt Sao Paulo frá Brasilíu.
Bestu lið síðustu 18 ára samkvæmt IFFHS:
1. Barcelona (SPN) 757 stig
2. Manchester United (ENG) 678
3. Juventus FC (ITA) 621
4. Milan AC (ITA) 611
5. Real Madrid (SPN) 605
6. Internazionale Milano (ITA) 567
7. Bayern Munchen (ÞÝS) 563
8. Arsenal (ENG) 550
9. River Plate (ARG) 503
10. Chelsea (ENG) 442
11. Liverpool (ENG) 435
12. Porto (POR) 425
13. Boca Juniors (ARG) 420
14. AS Roma (ITA) 405
15. Ajax Amsterdam (HOL) 400
16. Parma (ITA) 373
17. São Paulo (BRA) 367
- Valencia (SPN) 367
19. Glasgow Rangers (SKO) 364
20. SS Lazio (ITA) 342