Séreignarsparnaður – húsnæðislán 22. september 2009 06:00 Már Wolfgang Mixa skrifar um skuldavanda heimilanna: Fjárfestingar séreignarsparnaðar mega vera í hlutabréfum, skuldabréfum og bundnum innlánum. Þetta var sjálfsagt á meðan allt lék í lyndi, flestir sem spöruðu með þessum hætti voru að auka líkur á áhyggjulausum ævidögum síðar meir. Sparnaðurinn hefur verið laus til útborgunar frá 60 ára aldri nema þegar um örorku eða andlát er að ræða. Ég vil að boðið verði upp á fjórðu leiðina. Hún felur í sér að fólk geti fjárfest í sínu eigin húsnæði með niðurgreiðslu skulda. Slíkt væri hægt með tvennum hætti. Fólk gæti notað sparnað sinn ótakmarkað til að greiða inn á lán sín eða til greiðslu á vöxtum og afborgunum af fasteign sinni. Þetta myndi hjálpa mörgum við að létta á greiðslubyrði sinni og þar sem útborgunin er skattskyld fengi ríkissjóður peninga í kassann. Þegar upphafleg umræða um heimild til útgreiðslu átti sér stað, að hámarki samtals milljón krónur, var gert ráð fyrir að tvöfalt hærri upphæð færi í greiðslur úr séreignarsjóðum en raunin hefur orðið. Rök um að rýmkun til útborgunar leiði til þess að séreignarsjóðir þurfi að selja eignir í stórum stíl og mynda neikvæðan söluþrýsting eru því ómarktæk. Kínamúrar fjármálastofnana eiga auk þess að tryggja að kröfuhafar geti ekki þrýst á skuldara að ganga á lífeyrisséreign sína. Þetta minnkar skuldsetningu heimilanna og gæti verið mótvægi við núverandi stöðnun í efnahagslífi þjóðarinnar. Hvati til sparnaðar eykst einnig því með þessu er tryggt að þeir sem sýnt hafa fyrirhyggju í sparnaði og kjósa að minnka húsnæðisskuldir sínar fái að njóta þess í dag þegar að þörfin er mest. Höfundur er fjármálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Már Wolfgang Mixa skrifar um skuldavanda heimilanna: Fjárfestingar séreignarsparnaðar mega vera í hlutabréfum, skuldabréfum og bundnum innlánum. Þetta var sjálfsagt á meðan allt lék í lyndi, flestir sem spöruðu með þessum hætti voru að auka líkur á áhyggjulausum ævidögum síðar meir. Sparnaðurinn hefur verið laus til útborgunar frá 60 ára aldri nema þegar um örorku eða andlát er að ræða. Ég vil að boðið verði upp á fjórðu leiðina. Hún felur í sér að fólk geti fjárfest í sínu eigin húsnæði með niðurgreiðslu skulda. Slíkt væri hægt með tvennum hætti. Fólk gæti notað sparnað sinn ótakmarkað til að greiða inn á lán sín eða til greiðslu á vöxtum og afborgunum af fasteign sinni. Þetta myndi hjálpa mörgum við að létta á greiðslubyrði sinni og þar sem útborgunin er skattskyld fengi ríkissjóður peninga í kassann. Þegar upphafleg umræða um heimild til útgreiðslu átti sér stað, að hámarki samtals milljón krónur, var gert ráð fyrir að tvöfalt hærri upphæð færi í greiðslur úr séreignarsjóðum en raunin hefur orðið. Rök um að rýmkun til útborgunar leiði til þess að séreignarsjóðir þurfi að selja eignir í stórum stíl og mynda neikvæðan söluþrýsting eru því ómarktæk. Kínamúrar fjármálastofnana eiga auk þess að tryggja að kröfuhafar geti ekki þrýst á skuldara að ganga á lífeyrisséreign sína. Þetta minnkar skuldsetningu heimilanna og gæti verið mótvægi við núverandi stöðnun í efnahagslífi þjóðarinnar. Hvati til sparnaðar eykst einnig því með þessu er tryggt að þeir sem sýnt hafa fyrirhyggju í sparnaði og kjósa að minnka húsnæðisskuldir sínar fái að njóta þess í dag þegar að þörfin er mest. Höfundur er fjármálafræðingur.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar