Umfjöllun: Hart barist í grannaslag Vals og Fram Ómar Þorgeirsson skrifar 25. nóvember 2009 20:59 Það var hart tekist á í Vodafonehöllinni í kvöld. Mynd/Vilhelm Það vantar sjaldan upp á baráttuna þegar erkifjendurnir Valur og Fram mætast í kappleikjum og leikur Vals og Fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld var engin undantekning. Leikurinn var hörkuspennandi og endaði með jafntefli, 21-21, en staðan var 11-10 Val í vil í hálfleik. Gestirnir í Fram mættu hins vegar betur stemdari til leiks í vægast sagt kaflaskiptum fyrri hálfleik og komust fljótlega í 1-5 forystu. Það reyndist aftur á móti skammgóður vermir því Valsstúlkur hrukku þá í gang og skoruðu hvorki fleiri né færri en átta mörk í röð og breyttu stöðunni í 9-5. Markvörðuinn Íris Björk Símonardóttir sá þó til þess að Fram náði að klóra sig aftur inn í leikinn en hún varði 18 skot í skrautlegum fyrri hálfleiknum. Staðan var 11-10 Val í vil þegar hálfleiksflautan gall og leikmenn gáfu ekkert eftir eins og gjarnan tíðkast þegar þessi lið mætast. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn og spennandi en Fram var þó skrefinu á undan lengi vel og staðan var til að mynda 17-19 þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Munurinn var enn tvö mörk þegar fimm mínútur voru eftir á leikklukkunni en þá fylgdu tvö mörk í röð hjá Val. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Hildur Þorgeirsdóttir kom Fram í 20-21 og gestirnir í fínni stöðu til þess að hirða þau stig sem í boði voru en Kristín Guðmundsdóttir var á öðru máli og jafnaði leikinn 21-21 og það reyndist niðurstaðan. Bæði lið voru að spila góða vörn og fengu í kjölfarið fína markvörslu en sóknarleikur liðanna var frekar tilviljunarkenndur og lítið um hraðaupphlaup miðað við að bæði liðin eru með mjög hraða leikmenn í sínum röðum. Valur er enn taplaust í deildinni og aðeins stigi á eftir toppliði Stjörnunnar en Fram er svo stigi á eftir Val. Leikurinn í kvöld undirstrikar annars bara enn og aftur þá hörðu baráttu sem á eftir að vera í toppslag N1-deildar kvenna og fróðlegt að sjá hvaða lið mun reynast hlutskarpast þegar upp er staðið.Tölfræðin:Valur-Fram 21-21 (11-10)Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 4 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 4/1 (11/3), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (7), Katrín Andrésdóttir 3 (7/1), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 16 (21/4, 43%)Hraðaupphlaup: 3 (Íris Ásta, Hildigunnur, Kristín)Fiskuð víti: 4 (Rebekka Rut 2, Hildigunnur, Anna Úrsúla)Utan vallar: 10 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 5/3 (13/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4 (6), Stella Sigurðardóttir 4/1 (14/2), Pavla Nevarilova 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 2 (3).Varin skot: Írís Björk Símonardóttir 25/1 (21/1, 53%).Hraðaupphlaup: 4 (Marthe 2, Karen, Pavla)Fiskuð víti: 6 (Pavla 4, Anna María, Marthe)Utan vallar: 8 mínútur Olís-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Það vantar sjaldan upp á baráttuna þegar erkifjendurnir Valur og Fram mætast í kappleikjum og leikur Vals og Fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld var engin undantekning. Leikurinn var hörkuspennandi og endaði með jafntefli, 21-21, en staðan var 11-10 Val í vil í hálfleik. Gestirnir í Fram mættu hins vegar betur stemdari til leiks í vægast sagt kaflaskiptum fyrri hálfleik og komust fljótlega í 1-5 forystu. Það reyndist aftur á móti skammgóður vermir því Valsstúlkur hrukku þá í gang og skoruðu hvorki fleiri né færri en átta mörk í röð og breyttu stöðunni í 9-5. Markvörðuinn Íris Björk Símonardóttir sá þó til þess að Fram náði að klóra sig aftur inn í leikinn en hún varði 18 skot í skrautlegum fyrri hálfleiknum. Staðan var 11-10 Val í vil þegar hálfleiksflautan gall og leikmenn gáfu ekkert eftir eins og gjarnan tíðkast þegar þessi lið mætast. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn og spennandi en Fram var þó skrefinu á undan lengi vel og staðan var til að mynda 17-19 þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Munurinn var enn tvö mörk þegar fimm mínútur voru eftir á leikklukkunni en þá fylgdu tvö mörk í röð hjá Val. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Hildur Þorgeirsdóttir kom Fram í 20-21 og gestirnir í fínni stöðu til þess að hirða þau stig sem í boði voru en Kristín Guðmundsdóttir var á öðru máli og jafnaði leikinn 21-21 og það reyndist niðurstaðan. Bæði lið voru að spila góða vörn og fengu í kjölfarið fína markvörslu en sóknarleikur liðanna var frekar tilviljunarkenndur og lítið um hraðaupphlaup miðað við að bæði liðin eru með mjög hraða leikmenn í sínum röðum. Valur er enn taplaust í deildinni og aðeins stigi á eftir toppliði Stjörnunnar en Fram er svo stigi á eftir Val. Leikurinn í kvöld undirstrikar annars bara enn og aftur þá hörðu baráttu sem á eftir að vera í toppslag N1-deildar kvenna og fróðlegt að sjá hvaða lið mun reynast hlutskarpast þegar upp er staðið.Tölfræðin:Valur-Fram 21-21 (11-10)Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 4 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 4/1 (11/3), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (7), Katrín Andrésdóttir 3 (7/1), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 16 (21/4, 43%)Hraðaupphlaup: 3 (Íris Ásta, Hildigunnur, Kristín)Fiskuð víti: 4 (Rebekka Rut 2, Hildigunnur, Anna Úrsúla)Utan vallar: 10 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 5/3 (13/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4 (6), Stella Sigurðardóttir 4/1 (14/2), Pavla Nevarilova 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 2 (3).Varin skot: Írís Björk Símonardóttir 25/1 (21/1, 53%).Hraðaupphlaup: 4 (Marthe 2, Karen, Pavla)Fiskuð víti: 6 (Pavla 4, Anna María, Marthe)Utan vallar: 8 mínútur
Olís-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira