Hörðustu andstæðingar ESB ættu að styðja aðildarviðræður 22. apríl 2009 11:11 „Hugmyndin um ESB-aðild mun verða uppi á borðinu allt þar til búið verður að fara í gegnum aðildarviðræður og bera þær undir þjóðina. Fyrir andstæðinga aðildar ætti það að vera kappsmál að farið verði í aðildarviðræður sem fyrst, svo hægt sé að hefjast handa og ræða um tillögur þeirra, ESB-andstæðinganna, til lausnar efnahagsvandans." Þetta sagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka fjárfesta í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í gær. Og hann bætti því við að ESB umræðan myndi „þvælast fyrir" öllum öðrum tillögum til úrbóta, þar til sú umræða hefur verið útkljáð, með niðurstöðu úr aðildarviðræðum og þjóðaratkvæði í framhaldi af þeim. Að mati Bolla ættu þannig andstæðingar ESB-aðildar að vera hörðustu stuðningsmenn aðildarviðræðna. Afstaða andstæðinganna aðildarviðræðnanna ætti að vera sú, að þegar búið er að hafna aðild þá verði hægt að ráðast í að byggja efnahag þjóðarinnar upp, með þeim hætti sem þeim hugnast. Bolli gerði einnig íslenska krónuna að umræðuefni og sagði hana gjaldmiðill sem hefur verið þjóðinni fjötur um fót allt frá því hann var skilinn frá dönsku krónunni á fyrstu árum fullveldisins. „Gagnsleysi hans og áhætta af notkun krónunnar var hverjum manni ljóst, sem það vildi vita, fljótlega eftir að íslenska hagkerfið var opnað í kjölfar samninganna um evrópska efnahagssvæðið," sagði Bolli. „Samt sem áður var það svo að ef menn töluðu um þá áhættu sem fólgin var í því að vera með eigin gjaldmiðil þá máttu þeir hinir sömu þola að vera úthrópaðir óþjóðhollir landráðamenn sem græfu undan gjaldmiðlinum - Þannig var Ísland; menn voru dregnir í dilka og þeir sem dirfðust að gagnrýna voru umsvifalaust flokkaðir óvinir og gátu átt á hættu útskúfun. Nú hefur það versta gerst, sem fyrir okkur gat komið. Meiri efnahagslegar hörmungar en nokkur gat séð fyrir. Það besta sem við getum vonað er að svo rækileg áföll, séu aðeins til þess fallin að losa okkur við allan vaðalinn en geri okkur kleift að vinda okkur fumlaust í þær betrumbætur á samfélaginu sem óhjákvæmilegt er að við tökumst á við." Kosningar 2009 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
„Hugmyndin um ESB-aðild mun verða uppi á borðinu allt þar til búið verður að fara í gegnum aðildarviðræður og bera þær undir þjóðina. Fyrir andstæðinga aðildar ætti það að vera kappsmál að farið verði í aðildarviðræður sem fyrst, svo hægt sé að hefjast handa og ræða um tillögur þeirra, ESB-andstæðinganna, til lausnar efnahagsvandans." Þetta sagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka fjárfesta í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í gær. Og hann bætti því við að ESB umræðan myndi „þvælast fyrir" öllum öðrum tillögum til úrbóta, þar til sú umræða hefur verið útkljáð, með niðurstöðu úr aðildarviðræðum og þjóðaratkvæði í framhaldi af þeim. Að mati Bolla ættu þannig andstæðingar ESB-aðildar að vera hörðustu stuðningsmenn aðildarviðræðna. Afstaða andstæðinganna aðildarviðræðnanna ætti að vera sú, að þegar búið er að hafna aðild þá verði hægt að ráðast í að byggja efnahag þjóðarinnar upp, með þeim hætti sem þeim hugnast. Bolli gerði einnig íslenska krónuna að umræðuefni og sagði hana gjaldmiðill sem hefur verið þjóðinni fjötur um fót allt frá því hann var skilinn frá dönsku krónunni á fyrstu árum fullveldisins. „Gagnsleysi hans og áhætta af notkun krónunnar var hverjum manni ljóst, sem það vildi vita, fljótlega eftir að íslenska hagkerfið var opnað í kjölfar samninganna um evrópska efnahagssvæðið," sagði Bolli. „Samt sem áður var það svo að ef menn töluðu um þá áhættu sem fólgin var í því að vera með eigin gjaldmiðil þá máttu þeir hinir sömu þola að vera úthrópaðir óþjóðhollir landráðamenn sem græfu undan gjaldmiðlinum - Þannig var Ísland; menn voru dregnir í dilka og þeir sem dirfðust að gagnrýna voru umsvifalaust flokkaðir óvinir og gátu átt á hættu útskúfun. Nú hefur það versta gerst, sem fyrir okkur gat komið. Meiri efnahagslegar hörmungar en nokkur gat séð fyrir. Það besta sem við getum vonað er að svo rækileg áföll, séu aðeins til þess fallin að losa okkur við allan vaðalinn en geri okkur kleift að vinda okkur fumlaust í þær betrumbætur á samfélaginu sem óhjákvæmilegt er að við tökumst á við."
Kosningar 2009 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira