Slökunin jafngildir hálfu prósentustigi Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. desember 2009 06:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri (í miðið) kynnti ákvörðun peningastefnunefndar um vexti á fundi í bankanum í gærmorgun. Honum á hægri hönd situr Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og á vinstri hönd Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans. Fréttablaðið/Anton Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um vaxtabreytingar er í samræmi við fyrri yfirlýsingar um hægfara tilslökun peningalegs aðhalds. Þetta sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar vaxtaákvörðun bankans var kynnt í gærmorgun. „Ég tel að þetta sé varleg lækkun. Við metum sem svo að þetta jafngildi slökun í peningalegu aðhaldi í kringum 0,5 prósentustig,“ sagði Már. Peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentustig í 8,5 prósent. Þá var ákveðið að Seðlabankinn myndi áfram efna til útboða á innstæðubréfum til 28 daga með 9,75 prósenta hámarksvöxtum, en í því er sögð felast 0,5 prósentustiga lækkun hámarksvaxta innstæðubréfa. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga verða lækkaðir um 1,0 prósentustig í 10 prósent og daglánavextir um 1,5 prósentustig í 11,5 prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kemur jafnframt fram að gengi krónunnar hafi í meginatriðum haldist stöðugt með takmörkuðum inngripum Seðlabankans og engum frá byrjun nóvembermánaðar. „Þéttari reglugerð, aukið eftirlit og virkari framfylgd reglna hafa leitt til þess að erfiðara er að fara í kringum gjaldeyrishöftin en áður.“ Í máli Más kom fram að afar erfitt væri að spá fyrir um þróun gengisins og rifjaði hann upp gamalt tilsvar frá því að hann var sjálfur aðalhagfræðingur bankans í þá veru að gæti hann spáð fyrir um gengið þá væri hann ekki í starfi heldur ríkur maður á sólarströnd. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur vísaði í spá bankans um að gengi krónu gagnvart evru myndi haldast nálægt 180 krónum fram á mitt næsta ár, en færast svo hægt nær 170 krónunum. Forsvarsmenn bankans voru þó sammála um að gengið gæti haldist veikt lengi vel, jafnvel gæti tekið ár eða áratugi fyrir gjaldmiðil að ná jafnvægisgengi eftir hrun. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri áréttaði að óvissa væri um endanlega skuldastöðu þjóðarinnar, jafnvel þó svo að draga megi bankana frá og hrein skuldastaða þá í raun betri en fyrir hrun, um 38 prósent af landframleiðslu. „Á hinn bóginn verður einhver hluti af þessu skuldir hins opinbera sem er aftur verra,“ sagði hann og kvað samband skulda þjóða og gengis gjaldmiðilsins afar flókið. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um vaxtabreytingar er í samræmi við fyrri yfirlýsingar um hægfara tilslökun peningalegs aðhalds. Þetta sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar vaxtaákvörðun bankans var kynnt í gærmorgun. „Ég tel að þetta sé varleg lækkun. Við metum sem svo að þetta jafngildi slökun í peningalegu aðhaldi í kringum 0,5 prósentustig,“ sagði Már. Peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentustig í 8,5 prósent. Þá var ákveðið að Seðlabankinn myndi áfram efna til útboða á innstæðubréfum til 28 daga með 9,75 prósenta hámarksvöxtum, en í því er sögð felast 0,5 prósentustiga lækkun hámarksvaxta innstæðubréfa. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga verða lækkaðir um 1,0 prósentustig í 10 prósent og daglánavextir um 1,5 prósentustig í 11,5 prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kemur jafnframt fram að gengi krónunnar hafi í meginatriðum haldist stöðugt með takmörkuðum inngripum Seðlabankans og engum frá byrjun nóvembermánaðar. „Þéttari reglugerð, aukið eftirlit og virkari framfylgd reglna hafa leitt til þess að erfiðara er að fara í kringum gjaldeyrishöftin en áður.“ Í máli Más kom fram að afar erfitt væri að spá fyrir um þróun gengisins og rifjaði hann upp gamalt tilsvar frá því að hann var sjálfur aðalhagfræðingur bankans í þá veru að gæti hann spáð fyrir um gengið þá væri hann ekki í starfi heldur ríkur maður á sólarströnd. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur vísaði í spá bankans um að gengi krónu gagnvart evru myndi haldast nálægt 180 krónum fram á mitt næsta ár, en færast svo hægt nær 170 krónunum. Forsvarsmenn bankans voru þó sammála um að gengið gæti haldist veikt lengi vel, jafnvel gæti tekið ár eða áratugi fyrir gjaldmiðil að ná jafnvægisgengi eftir hrun. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri áréttaði að óvissa væri um endanlega skuldastöðu þjóðarinnar, jafnvel þó svo að draga megi bankana frá og hrein skuldastaða þá í raun betri en fyrir hrun, um 38 prósent af landframleiðslu. „Á hinn bóginn verður einhver hluti af þessu skuldir hins opinbera sem er aftur verra,“ sagði hann og kvað samband skulda þjóða og gengis gjaldmiðilsins afar flókið.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira