Slökunin jafngildir hálfu prósentustigi Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. desember 2009 06:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri (í miðið) kynnti ákvörðun peningastefnunefndar um vexti á fundi í bankanum í gærmorgun. Honum á hægri hönd situr Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og á vinstri hönd Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans. Fréttablaðið/Anton Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um vaxtabreytingar er í samræmi við fyrri yfirlýsingar um hægfara tilslökun peningalegs aðhalds. Þetta sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar vaxtaákvörðun bankans var kynnt í gærmorgun. „Ég tel að þetta sé varleg lækkun. Við metum sem svo að þetta jafngildi slökun í peningalegu aðhaldi í kringum 0,5 prósentustig,“ sagði Már. Peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentustig í 8,5 prósent. Þá var ákveðið að Seðlabankinn myndi áfram efna til útboða á innstæðubréfum til 28 daga með 9,75 prósenta hámarksvöxtum, en í því er sögð felast 0,5 prósentustiga lækkun hámarksvaxta innstæðubréfa. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga verða lækkaðir um 1,0 prósentustig í 10 prósent og daglánavextir um 1,5 prósentustig í 11,5 prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kemur jafnframt fram að gengi krónunnar hafi í meginatriðum haldist stöðugt með takmörkuðum inngripum Seðlabankans og engum frá byrjun nóvembermánaðar. „Þéttari reglugerð, aukið eftirlit og virkari framfylgd reglna hafa leitt til þess að erfiðara er að fara í kringum gjaldeyrishöftin en áður.“ Í máli Más kom fram að afar erfitt væri að spá fyrir um þróun gengisins og rifjaði hann upp gamalt tilsvar frá því að hann var sjálfur aðalhagfræðingur bankans í þá veru að gæti hann spáð fyrir um gengið þá væri hann ekki í starfi heldur ríkur maður á sólarströnd. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur vísaði í spá bankans um að gengi krónu gagnvart evru myndi haldast nálægt 180 krónum fram á mitt næsta ár, en færast svo hægt nær 170 krónunum. Forsvarsmenn bankans voru þó sammála um að gengið gæti haldist veikt lengi vel, jafnvel gæti tekið ár eða áratugi fyrir gjaldmiðil að ná jafnvægisgengi eftir hrun. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri áréttaði að óvissa væri um endanlega skuldastöðu þjóðarinnar, jafnvel þó svo að draga megi bankana frá og hrein skuldastaða þá í raun betri en fyrir hrun, um 38 prósent af landframleiðslu. „Á hinn bóginn verður einhver hluti af þessu skuldir hins opinbera sem er aftur verra,“ sagði hann og kvað samband skulda þjóða og gengis gjaldmiðilsins afar flókið. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um vaxtabreytingar er í samræmi við fyrri yfirlýsingar um hægfara tilslökun peningalegs aðhalds. Þetta sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar vaxtaákvörðun bankans var kynnt í gærmorgun. „Ég tel að þetta sé varleg lækkun. Við metum sem svo að þetta jafngildi slökun í peningalegu aðhaldi í kringum 0,5 prósentustig,“ sagði Már. Peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentustig í 8,5 prósent. Þá var ákveðið að Seðlabankinn myndi áfram efna til útboða á innstæðubréfum til 28 daga með 9,75 prósenta hámarksvöxtum, en í því er sögð felast 0,5 prósentustiga lækkun hámarksvaxta innstæðubréfa. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga verða lækkaðir um 1,0 prósentustig í 10 prósent og daglánavextir um 1,5 prósentustig í 11,5 prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kemur jafnframt fram að gengi krónunnar hafi í meginatriðum haldist stöðugt með takmörkuðum inngripum Seðlabankans og engum frá byrjun nóvembermánaðar. „Þéttari reglugerð, aukið eftirlit og virkari framfylgd reglna hafa leitt til þess að erfiðara er að fara í kringum gjaldeyrishöftin en áður.“ Í máli Más kom fram að afar erfitt væri að spá fyrir um þróun gengisins og rifjaði hann upp gamalt tilsvar frá því að hann var sjálfur aðalhagfræðingur bankans í þá veru að gæti hann spáð fyrir um gengið þá væri hann ekki í starfi heldur ríkur maður á sólarströnd. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur vísaði í spá bankans um að gengi krónu gagnvart evru myndi haldast nálægt 180 krónum fram á mitt næsta ár, en færast svo hægt nær 170 krónunum. Forsvarsmenn bankans voru þó sammála um að gengið gæti haldist veikt lengi vel, jafnvel gæti tekið ár eða áratugi fyrir gjaldmiðil að ná jafnvægisgengi eftir hrun. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri áréttaði að óvissa væri um endanlega skuldastöðu þjóðarinnar, jafnvel þó svo að draga megi bankana frá og hrein skuldastaða þá í raun betri en fyrir hrun, um 38 prósent af landframleiðslu. „Á hinn bóginn verður einhver hluti af þessu skuldir hins opinbera sem er aftur verra,“ sagði hann og kvað samband skulda þjóða og gengis gjaldmiðilsins afar flókið.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira