Viðskipti innlent

Skuldabréfavelta í júlí nam 328 milljörðum

Skuldabréfavelta nam tæpum 328 milljörðum króna í júlí mánuði. Jafngildir sú velta 14,2 milljarða heildarviðskiptum á hverjum einasta degi mánaðarins. Þetta er mesta velta í einum mánuði frá áramótum. Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti Kauphallarinnar.

Í júní nam veltan 13,7 milljörðum á dag. Eins og gefur að skilja er lítil velta með hlutabréf en hlutabréfaviðskipti voru töluvert vinsælli en kaup á skuldabréfum fram að bankahruni síðastliðið haust.

Eðli málsins samkvæmt er öldin önnur í dag á íslenskum verðbréfamarkaði.

Viðskipti með íbúðarbréf námu 122 milljörðum. Heildarmarkaðsvirði skráðra skuldabréfa nam rúmum 1.310 milljörðum og lækkaði um 2,9% milli mánaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×