Handbolti

Gummersbach í úrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach.
Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach. Nordic Photos / Bongarts
Gummersbach tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar sem fer fram á morgun. Liðið vann sigur á Hamburg, 35-27, í dag.

Undanúrslitin og úrslitin fara bæði fram í Hamburg um helgina en síðar í dag mætast Rhein-Neckar Löwen og Kiel í hinni undanúrslitaviðureigninni. Leikurinn hefst klukkan 13.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.

Róbert Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir fyrir Gummersbach sem var reyndar fjórum mörkum undir í hálfleik, 17-13.

Hamburg náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik, 12-6, en leikmenn Gummersbach fóru á kostum í síðari hálfleik og voru búnir að jafna metin eftir um tíu mínútna leik í síðari hálfleik.

Þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka fór Gummersbach að síga fram úr og vann á endanum öruggan átta marka sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×